Fótbolti

Katrín skoraði fyrir Kristianstad í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Katrín á æfingu með íslenska landsliðinu.
Katrín á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton
Svíþjóðarmeistarar Malmö höfðu í dag betur gegn Kristianstad, 5-2, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Katrín Ómarsdóttir skoraði annað marka Kristianstad í leiknum og náði þar með að jafna metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks.

En Malmö skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins og tryggði sér þar með öruggan sigur. Þóra B. Helgadóttir lék allan leikinn í marki Malmö og Sara Björk Gunnarsdóttir í fremstu víglínu.

Katrín spilaði allan leikinn í sókn Kristianstad en Sif Atladóttir var í vörninni.

Guðbjörg Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir spiluðu allan leikinn þegar að lið þeirra, Djurgården, tapaði 2-0 fyrir Jitex á sama tíma.

Í gær tapaði annað Íslendingalið, Örebro, fyrir Umeå á heimavelli, 2-0. Edda Garðarsdóttir spilaði allan leikinn í liði Örebro.

Malmö og Umeå eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Kristianstad er með eitt stig en Djurgården og Örebro eru enn án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×