Eygló Ósk: Framar mínum væntingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 08:30 Eygló Ósk er aðeins sautján ára gömul en náði frábærum árangri á ÍM 50 um helgina. Fréttablaðið/Valli Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn. Sund Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn.
Sund Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira