Fleiri fréttir

Arnór Atlason slapp með skrekkinn

Arnór Atlason, fyrirliði AG frá Kaupmannahöfn, er ekki eins mikið meiddur og óttast var í fyrstu og ætti íslenski landsliðsmaðurinn því að geta spilað leikina á móti Sävehof í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Benfica er í ágætri stöðu fyrir leikinn gegn Zenit

Benfica tekur á móti rússneska liðinu Zenit frá St. Pétursborg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Portúgalska liðið er með ágæta stöðu þrátt fyrir 3-2 ósigur á útivelli í fyrri leiknum og mörkin tvö sem liðið skoraði á útivelli gætu reynst gulls í gildi.

Bikarúrslitaleikurinn verður í Madrid - bara ekki hjá Real

Stjórn spænska knattspyrnusambandsins ákvað það í dag að úrslitaleikur spænska Konungsbikarsins í fótbolta á milli Barcelona og Athletic Bilbao fari fram á Estadio Vicente Calderón í Madrid sem er heimavöllur Atlético Madrid.

Sjáið sigurmark Fanndísar á móti Kína

Fanndís Friðriksdóttir opnaði markareikning sinn með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í gær þegar hún tryggði íslensku stelpunum 1-0 sigur á Kína og þar með leik á móti Dönum um fimmta sætið í Algarvebikarnum.

Hulk heitur fyrir Barcelona og Real Madrid

Einn eftirsóttasti leikmaðurinn í Evrópu um þessar mundir er Brasilíumaðurinn Hulk hjá Porto. Nánast engar líkur eru á því að hann verði áfram hjá félaginu næsta vetur.

Styrktaræfingar skiluðu Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans

Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Honda-meistaramótinu á PGA mótaröðinni s.l. sunnudag. McIlroy hefur lagt gríðarlega áherslu á líkamsræktina á undanförnum mánuðum og er hann ekki í vafa um að aukinn vöðvastyrkur hafi hjálpað við að komast í efsta sæti heimslistans.

Andersson fer til AG í Kaupmannahöfn

Sænski handknattleikskappinn Kim Andersson hefur staðfest við sænska fjölmiðla að hann ætli sér að fara til danska ofurliðsins, AG. Kiel er á mála hjá liði Alfreð Gíslasonar, Kiel, en hann vildi ekki framlengja samning sinn við félagið sem rennur út eftir eitt ár.

Guerrero dæmdur í átta leikja bann

Perúmaðurinn Paolo Guerrero, leikmaður Hamburg, var í dag dæmdur í átta leikja bann fyrir glórulaust brot á markverði Stuttgart.

Lin verður áfram aðalleikstjórnandi Knicks

Mike D'Antoni, þjálfari NY Knicks, segist ætla að halda sig við Jeremy Lin sem aðalleikstjórnanda liðsins og Baron Davis verður því að sætta sig við að byrja á bekknum.

Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu.

Rafa þögull um Chelsea | Vill taka við stóru félagi

Spánverjinn Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, er nú sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea en Benitez hefur verið atvinnulaus síðan í desember árið 2010 er hann var rekinn frá Inter.

Villas-Boas í leynilegum viðræðum við Roma

Það er ansi margt sem bendir til þess að portúgalski þjálfarinn Andre Villas-Boas, sem var rekinn frá Chelsea, fari næst til Ítalíu. Hann hefur lengi verið orðaður við Inter og nú greina fjölmiðlar frá því að hann sé í leynilegum viðræðum við Roma. Hermt er að Villas-Boas hafi hitt Franco Baldini, framkvæmdastjóra Roma, í London.

Gylfi betri en Lampard

Gylfi Þór Sigurðsson er með bestu tölfræðina af öllum miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa skorað þrjú deildarmörk eða fleiri á þessu tímabili.

Er enginn dauðadómur

Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson má ekkert æfa næstu mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn. Tryggvi verður frá í þrjá til sex mánuði.

Sigurður Ragnar ánægður með Elísu

Elísa Viðarsdóttir, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði kvennalandsliðsins í 1-0 sigri á Kína í gær. Elísa og systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir voru því saman í byrjunarliði í fyrsta sinn en Elísa lék við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur í miðri vörninni.

Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið

Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn.

LeBron auglýsir kleinuhringi og ís í Asíu

Körfuboltakappinn LeBron James er einn þekktasti íþróttamaður heimsins og hann hefur nú gert samning við tvö stór fyrirtæki um að auglýsa vörur þeirra í Asíu.

De la Rosa skipaður formaður GPDA

Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa var í dag kjörinn formaður GPDA sem eru hagsmunasamtök ökumanna í Formúlu 1. Samtökin taka á helsta hagsmunamáli ökuþóra sem er öryggi þeirra.

Sunnudagsmessan: Ryan Giggs | heiðursmyndband

Ryan Giggs er enn í aðalhlutverki hjá Englandsmeistaraliði Manchester United þrátt fyrir að vera á 39. aldursári. Nýverið lék Giggs sinn 900. leik fyrir Man Utd en Giggs hefur verið í herbúðum Man Utd frá árinu 1991.

Svekkjandi hjá Rúrik og félögum

Rúrik Gíslason og félagar í OB þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir vetrarfrí.

Vill ekki taka áhættu með Katrínu og Þórunni

Þórunn Helga Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir gátu ekki spilað með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Kína í Algarvebikarnum í dag og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, telur ólíklegt að þær geti verið með í leiknum um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Þórunn Helga hefur ekkert spilað á mótinu og Katrín spilaði 27 síðustu mínúturnar í fyrsta leiknum á móti Þýskalandi.

Sunnudagsmessan: 25 sendingar og mark

Enska úrvalsdeildarliði Fulham lék sér að Wolves um helgina þegar liðin áttus við á Craven Cottage heimavelli Fulham. Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í Wolves fengu á sig 5 mörk án þess að svara fyrir sig og eitt marka Fulham var skorað eftir 25 sendingar. Farið var yfir gang mála í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Sigurður Ragnar: Íslensku stelpurnar voru mun betri

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var ánægður með leik liðsins í dag en íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér leik um fimmta sætið á mótinu. Sigurður Ragnar sagði það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði það ellefu mínútum fyrir leikslok.

Ferrari er í vondum málum segir tæknistjóri

Pat Fry, tæknistjóri Ferrari liðsins í Formúlu 1, gerir ráð fyrir að ítalska liðið verði í vandræðum í fyrsta móti ársins í Melbourne í Ástralíu þann 18. mars.

Sunnudagsmessan: Defoe kann vel við sig í Z-14 svæðinu

Jermain DeFoe skoraði sitt 9 deildarmark um helgina í 3-1 tapleik Tottenham gegn Englandsmeistaraliði Manchester United. Defoe hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Tottenham en hann kann vel við sig í Z-14 eins og Guðmundur Benediktsson benti á í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Heynckes tekur á sig ábyrgðina á slæmu gengi Bayern

Hinn 66 ára gamli þjálfari Bayern Munchen, Jupp Heynckes, hefur axlað ábyrgð á slöku gengi liðsins upp á síðkastið og viðurkennir að óttast að missa starfið takist Bayern ekki að slá Basel út úr Meistaradeildinni.

Sunnudagsmessan: Pogrebnyak með fullkomna þrennu

Rússinn Pavel Pogrebnyak skoraði þrennu fyrir Fulham í 5-0 sigri liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina. Hinn 28 ára gamli lánsmaður frá þýska liðinu Stuttgart hefur skorað í öllum þeim þremur leikjum sem hann hefur tekið þátt í með Fulham.

Eddie Newton mun aðstoða Di Matteo

Roberto Di Matteo, bráðabirðgastjóri Chelsea, hefur fengið sinn gamla félaga, Eddie Newton, til þess að hjálpa sér með liðið út leiktíðina.

Frábær dagskrá fræðslunefndar SVFR

Nú er Fræðslunefnd félagsins farin á fullt og undirbúningur að hnýtingakvöldum þeirra félaga hafinn. Kvöldin hafa notið mikilla vinsælda og leiðbeinandi er sem fyrr hinn magnaði Sigurður Pálsson. Þessir skemmtilegu viðburðir standa félagsmönnum SVFR opnir og er velkomið að taka með sér gesti.

Keflvíkingar búnir að reka Kristoffer Douse

Miðherjinn Kristoffer Douse hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Keflvíkinga en karfan.is segir frá því að körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafi sagt upp samningi hans. Douse stoppaði stutt við á Íslandi því hann kom til liðsins í lok janúar.

Sunnudagsmessan: Gylfi er með mikla fótboltagreind

Íslenski landsliðsframherjinn Gylfi Þór Sigurðsson var aðalmaðurinn í 2-0 sigri Swansea á útivelli gegn Wigan um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi skoraði bæði mörk Swansea með þrumuskotum og voru mörk hans á meðal 5 bestu marka helgarinnar hjá sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar.

Sunnudagsmessan: Robin van Persie gegn Liverpool

Robin van Persie fór á kostum gegn Liverpool um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Hollenski framherjinn skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri liðsins. Farið var yfir varnarleik Liverpool í mörkunum hjá Persie í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

FIFA leyfir knattspyrnukonum að nota slæður

Múslimskar knattspyrnukonur gleðjast í dag því í sumar verður orðið löglegt að spila knattspyrnu með slæður. Íranska kvennalandsliðið þurfti að draga sig úr forkeppni Ólympíuleikanna á síðasta ári því FIFA hefur hingað til meinað þeim að spila með slæðurnar.

Sjá næstu 50 fréttir