Handbolti

Andersson fer til AG í Kaupmannahöfn

Andersson í leik með Kiel.
Andersson í leik með Kiel.
Sænski handknattleikskappinn Kim Andersson hefur staðfest við sænska fjölmiðla að hann ætli sér að fara til danska ofurliðsins, AG. Kiel er á mála hjá liði Alfreð Gíslasonar, Kiel, en hann vildi ekki framlengja samning sinn við félagið sem rennur út eftir eitt ár.

"Nú er það á milli félaganna hvenær ég skipti um lið þar sem ég á eitt ár eftir hjá Kiel. Vonandi gengur það hratt fyrir sig," sagði Andersson.

"Ég hef átt frábær ár hjá Kiel en ég vil endilega nota tækifærið og prófa eitthvað nýtt og spennandi fyrst mér bauðst það."

Jesper Nielsen, eigandi AG, hefur lengi haft augastað á Andersson sem orðinn er 29 ára og hefur verið ein besta örvhenta skytta heimsins um árabil.

Má segja að AG sé að ná höggi til baka á Kiel sem er þegar búið að semja við tvo leikmenn AG - þá Guðjón Val Sigurðsson og danska landsliðslínumanninn Rene Toft Hansen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×