Fleiri fréttir

Juventus komið á toppinn

Juventus komst í kvöld í toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann flottan 3-1 heimasigur á Catania.

Löwen áfram eftir hörkuleik gegn GUIF

Rhein-Neckar Löwen er komið áfram í EHF-bikarnum eftir þriggja marka sigur, 39-36, á sænska liðinu GUIF í uppgjöri íslenskra þjálfara.

Tap hjá Sverre og félögum

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinu Grosswallstadt urðu að sætta sig við tap gegn Balingen í úrvalsdeildinni í kvöld.

Bikarinn til Keflavíkur - myndir

Karlalið Keflavíkur toppaði daginn fyrir Reykjanesbæ með því að vinna Powerade-bikar karla eftir hörkuleik gegn Tindastóli.

Villas-Boas óttast ekki um starf sitt

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að hvorki starf hans né tímabil Chelsea sé undir í Meistaradeildarleiknum gegn Napoli. Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Birmingham í enska bikarnum í dag.

Arsenal úr leik í bikarnum eftir tap gegn Sunderland

Það gengur hvorki né rekur hjá Arsenal þessa dagana og í kvöld féll liðið úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu. Arsenal tapaði þá gegn Sunderland, 2-0, og Sunderland því komið í átta liða úrslit keppninnar.

Fögnuður Njarðvíkurstúlkna - myndir

Njarðvík vann magnaðan sigur á Snæfelli í úrslitum Poweradebikars kvenna í Laugardalshöll í dag. Njarðvík skrefi á undan og vel að titlinum komið.

Matthías átti stórleik með Start

Matthías Vilhjálmsson var ekki nema eina mínútu að koma sér á blað hjá sínu nýja félagi, Start. Matthías átti stórleik í 4-3 sigri Start gegn Bryne í æfingaleik.

Ekkert óvænt í enska bikarnum

Það var ekkert um óvænt úrslit í enska bikarnum í dag. Bæði Everton og Bolton lögðu andstæðinga sína úr neðri deildum frekar sannfærandi og eru komin í átta liða úrslit keppninnar.

Emil og félagar á toppinn

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona komust í dag á topp ítölsku B-deildarinnar með 1-0 sigri á Gubbio.

Warnock tekinn við Leeds United

Leeds United staðfesti í dag að það hefði ráðið Neil Warnock sem knattspyrnustjóra félagsins út næstu leiktíð.

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 77-84

Njarðvík skrifaði nýjan kafla í glæsta sögu félagsins með 84-77 sigri gegn liði Snæfells í úrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknatleik. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Njarðvíkur vinnur stóran titil í körfubolta en Njarðvík hefur þrívegis áður leiki til úrslita. Snæfell var í fyrsta sinn í úrslitum keppninnar.

Lin-lestin fór út af teinunum | Kobe í stuði

Eftir sjö sigurleiki í röð með Jeremy Lin í byrjunarliðinu kom loksins að því að New York Knicks tapaði. Tapið var reyndar óvænt enda gegn einu slakasta liði NBA-deildarinnar, New Orleans Hornets. Lokatölur 85-89.

Ferskir vindar um Höllina

Þrjú af fjórum félögum í bikarúrslitaleikjunum í ár hafa ekki unnið bikarinn og karlalið Tindastóls og kvennalið Snæfells spila bæði sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. Spámenn og konur úr Iceland Express deildunum eru á því að Tindastól og Nja

Hver vinnur hjá körlunum?

Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild karla (fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik karla í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn maður leiksins.

Hver vinnur hjá konunum?

Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild kvenna(fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik kvenna í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn kona leiksins.

Gylfi tekur bestu horn í heimi

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson hefur slegið í gegn með Swansea í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur. Spyrnutækni Gylfa hefur vakið verðskuldaða athygli.

Engin aðgerð og Alexander spilar innan fjögurra vikna

Þrátt fyrir að Alexander Petersson sé nú að glíma við þrálát og erfið meiðsli í öxl eru forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin vongóðir um að hann muni spila með liðinu á ný innan fjögurra vikna. Alexander hefur ekki kastað handbolta síðan í leik Íslands og Slóveníu á EM í handbolta í síðasta mánuði.

Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig

"Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson.

Bikarhelgi í enska boltanum

Sjónvarp Fjölmargar beinar útsendingar verða að venju í sjónvarpinu um helgina en þetta er bikarhelgi bæði í enska boltanum og í körfunni.

Eigandi LA Galaxy vill kaupa Tottenham

Svo gæti farið að Tottenham yrði selt á næstunni en afþreyingarfyrirtækið AEG er sagt ætla að gera 450 milljón punda tilboð í Lundúnaliðið.

Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði

Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes.

Sólveig Lára skoraði fimmtán mörk

Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimmtán mörk í kvöld þegar Stjarnan vann 38-24 sigur á FH í N1 deild kvenna en Stjörnuliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar.

Snorri Steinn: Titlarnir vinnast ekki á háttvísi

Snorri Steinn Guðjónsson hefur staðið í ströngu síðustu daga eftir að hann var rekinn útaf í 29-28 sigri AG Kaupmannahöfn á SönderjyskE fyrir að tefja leikmenn SönderjyskE að komast í lokasókn leiksins.

Taphrinan á enda - Helgi Már með 27 stig

Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR enduðu fimm leikja taphrinu sína í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með ellefu stiga útisigri á botnliði ecoÖrebro, 91-80, í kvöld.

Matthías fékk bestu meðmæli frá Ólafi Erni

Ólafur Örn Bjarnason, fyrrum leikmaður Brann í Noregi, gaf Matthíasi Vilhjálmssyni bestu meðmæli þegar Mons Ivar Mjelde þjálfari Start var að svipast um framherja á Íslandi. Fyriliði FH mun leika sem lánsmaður hjá Start á næsta keppnistímabili en liðið er í næst efstu deild í Noregi.

Snorri Steinn dæmdur í tveggja leikja bann

Snorri Steinn Guðjónsson verður ekki með AG Kaupmannahöfn í tveimur næstu deildarleikjum liðsins eftir að danska sambandið dæmdi íslenska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann í dag. Snorri Steinn fékk rautt spjald fyrir að tefja í lok leiks gegn SöndejyskE en hann kom í veg fyrir að SöndejyskE náði að komast í lokasóknina sína og AGK fagnaði í kjölfarið 29-28 sigri.

Petit: Wenger þarf að hreinsa út hjá Arsenal

Emmanuel Petit, fyrrum miðjumaður Arsenal, er á því að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þurfi að hreinsa hraustlega úr leikmannahópi félagsins ef hann ætli sér að vinna til verðlauna á nýjan leik.

Sjá næstu 50 fréttir