Enski boltinn

Arsenal úr leik í bikarnum eftir tap gegn Sunderland

Richardson fagnar marki sínu í dag.
Richardson fagnar marki sínu í dag.
Það gengur hvorki né rekur hjá Arsenal þessa dagana og í kvöld féll liðið úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu. Arsenal tapaði þá gegn Sunderland, 2-0, og Sunderland því komið í átta liða úrslit keppninnar.

Það var Kieran Richardson sem kom Sunderland yfir í fyrri hálfleik. Alex Oxlade Chamberlain skoraði síðan skrautlegt sjálfsmark skömmu fyrir leikslok.

Annað höggið sem Arsenal fær á nokkrum dögum en liðið er svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap gegn AC Milan í Meistaradeildinni.

Arsenal virtist ekki vera búið að jafna sig á því tapi í dag og liðið getur mun betur en það sýndi.

Það var komin pressa á Arsene Wenger, stjóra liðsins, fyrir leikinn og sú pressa hefur klárlega ekkert minnkað eftir þetta tap.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×