Handbolti

Snorri Steinn: Titlarnir vinnast ekki á háttvísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Heimasíða AG
Snorri Steinn Guðjónsson hefur staðið í ströngu síðustu daga eftir að hann var rekinn útaf í 29-28 sigri AG Kaupmannahöfn á SönderjyskE fyrir að tefja leikmenn SönderjyskE að komast í lokasókn leiksins.

Snorri Steinn var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir óíþróttamannslega hegðun en hann var í framhaldinu fenginn í viðtal við dönsku vefsíðuna sporten.tv2.dk.

„Ég held að ég myndi líklega gera þetta aftur ef sömu aðstæður kæmu upp en það er samt erfitt að segja. Ef við værum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gætum unnið á því að ég sleppti ekki boltanum þá myndi ég örugglega gera þetta aftur," sagði Snorri Steinn.

„Það getur vel verið að þetta sé óíþróttamannslegt en titlarnir vinnast ekki á háttvísi," sagði Snorri Steinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×