Enski boltinn

Gylfi tekur bestu horn í heimi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gylfi Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá Swansea
Gylfi Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá Swansea Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson hefur slegið í gegn með Swansea í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur. Spyrnutækni Gylfa hefur vakið verðskuldaða athygli.

Gylfi hefur skorað eitt mark og lagt upp þrjú mörk í fimm leikjum með Swansea frá því hann kom til liðsins sem lánsmaður frá Hoffenheim í Þýskalandi.

Barry Glendenning, aðstoðarritstjóri íþróttafrétta hjá hinu virta dagblaði The Guardian, telur að Gylfi taki bestu hornspyrnur í heimi. Þetta kemur fram í umræðu sem spratt upp í vinsælum podcast-þætti á vegum The Guardian fyrr í vikunni.

Stjórnandi þáttarins, Max Rushden, bar upp spurninguna hvaða leikmaður í knattspyrnusögunni ætti bestu hornspyrnurnar.

Rushden fullyrti að það væri Andy Hinchcliffe, fyrrum leikmaður Manchester City og Everton. Glendenning svaraði um hæl að Gylfi Sigurðsson tæki betri hornspyrnur en Hinchcliffe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×