Fótbolti

Arnar Þór hafði betur gegn Stefáni í belgíska boltanum

Arnar Þór á ferðinni.
Arnar Þór á ferðinni.
Arnar Þór Viðarsson og félagar í Cercle Brugge unnu afar góðan útisigur á Stefán Gíslasyni og félögum hans í Leuven í kvöld.

Lokatölur leiksins 2-3 en sigurmark Brugge kom níu mínútum fyrir leikslok. Það skoraði Kristof D'Haene.

Arnar Þór og Stefán voru báðir í byrjunarliðum sinna liða og spiluðu allan leikinn. Brugge er í fimmta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar en Leuven því þrettánda.

Lokeren, lið Alfreðs Finnbogasonar, gerði 1-1 jafntefli gegn Gent en Alfreð var ekki í leikmannahópi Lokeren í dag.

Lið Jóns Guðna Fjólusonar, Germinal Beerschot, tapaði 2-1 gegn Mechelen. Jón Guðni sat á bekknum allan tímann.

Lokeren í áttunda sæti deildarinnar en Beerschot því tíunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×