Enski boltinn

Chelsea náði ekki að leggja Birmingham | Hitnar undir Villas-Boas

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Chelsea og Birmingham þurfa að mætast á nýjan leik í ensku bikarkeppninni eftir að liðin gerðu jafntefli, 1-1, á Stamford Bridge í dag.

Það voru gestirnir frá Birmingham sem hófu leikinn en David Murphy kom þeim yfir eftir aðeins 19 mínútna leik.

Chelsea fékk vítaspyrnu fjórum mínútum síðar en Juan Mata klúðraði spyrnunni.

Chelsea gekk illa að brjóta niður vörn Birmingham en á 62. mínútu skallaði Daniel Sturridge góða fyrirgjöf í netið. Smekklega gert.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og Chelsea þarf því að heimsækja B-deildarliðið á þeirra heimavelli.

Það hitnar því enn undir stjóra Chelsea, Andre Villas-Boas, en hann er sagður vera afar valtur í sessi eftir dapurt gengi hjá Chelsea í vetur.





Chelsea og Birmingham þurfa að mætast á nýjan leik í ensku bikarkeppninni eftir að liðin gerðu jafntefli, 1-1, á Stamford Bridge í dag.

Það voru gestirnir frá Birmingham sem hófu leikinn en

David Murphy kom þeim yfir eftir aðeins 19 mínútna

leik.

Chelsea fékk vítaspyrnu fjórum mínútum síðar en Juan

Mata klúðraði spyrnunni.

Chelsea gekk illa að brjóta niður vörn Birmingham en á

62. mínútu skallaði Daniel Sturridge góða fyrirgjöf í

netið. Smekklega gert.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og Chelsea þarf því að heimsækja B-deildarliðið á þeirra heimavelli.

Það hitnar því enn undir stjóra Chelsea, Andre Villas-Boas, en hann er sagður vera afar valtur í sessi eftir dapurt gengi hjá Chelsea í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×