Enski boltinn

Eigandi LA Galaxy vill kaupa Tottenham

Redknapp gæti fengið nóg af seðlum til að eyða í leikmenn.
Redknapp gæti fengið nóg af seðlum til að eyða í leikmenn.
Svo gæti farið að Tottenham yrði selt á næstunni en afþreyingarfyrirtækið AEG er sagt ætla að gera 450 milljón punda tilboð í Lundúnaliðið.

Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla hefur aðaleigandi Spurs, Joe Lewis, verið í viðræðum við Phillip Anschultz, eiganda AEG, en Anschultz er moldríkur.

Tottenham og AEG unnu saman í fyrra er þau reyndu að kaupa Ólympíuleikvanginn í London í sameiningu.

Það yrðu væntanlega góð tíðindi fyrir Tottenham ef AEG kaupir liðið enda fjársterkt fyrirtæki sem myndi líklega eyða mun meiri peningum í nýja leikmenn.

Anschultz þessi á einnig LA Galaxy og var í lykilhlutverki er félagið nældi í David Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×