Enski boltinn

Zlatan ráðleggur Van Persie að yfirgefa Arsenal

Van Persie fylgist með Zlatan.
Van Persie fylgist með Zlatan.
Svíinn Zlatan Ibrahimovic er ekkert í sérstöku uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Arsenal í dag eftir að hann ráðlagði Robin van Persie að yfirgefa Arsenal.

Van Persie hefur borið lið Arsenal á herðum sér í vetur en var hjálparlaus er Milan niðurlægði Arsenal í Meistaradeildinni. Zlatan segir að Van Persie þurfi að yfirgefa Arsenal ef hann vilji vinna einhverja titla á sínum ferli.

"Þegar lið vinnur ekkert í mörg ár þá skilur fólk af hverju toppleikmenn láta sig hverfa eins og Cesc Fabregas gerði," sagði Zlatan.

"Fótbolti snýst um að vinna. Ef maður getur ekki unnið titla með einhverju liði þá fer maður annað. Ég þekki Robin ekki persónulega en hann er svakalega hæfileikaríkur leikmaður.

"Ég veit ekki hvað hann er að hugsa en ég veit hvað ég myndi gera í hans sporum. Ég hef oft skipt um lið og lít alltaf á það sem áskorun fyrir mig. Ef maður er alltaf hjá sama liðinu verður lífið of auðvelt. Það reynir á menn að sanna sig hjá nýjum liðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×