Enski boltinn

Ekkert óvænt í enska bikarnum

Úr leik Everton og Blackpool.
Úr leik Everton og Blackpool.
Það var ekkert um óvænt úrslit í enska bikarnum í dag. Bæði Everton og Bolton lögðu andstæðinga sína úr neðri deildum frekar sannfærandi og eru komin í átta liða úrslit keppninnar.

Everton var aðeins sex mínútur að ganga frá Blackpool og Bolton var aldrei í vandræðum gegn Millwall.

Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton í dag.

Úrslit:

Everton-Blackpool  2-0

1-0 Royston Drenthe (1.), 2-0 Denis Stracqualursi (6.)

Millwall-Bolton 0-2

0-1 Rio Miyaichi (5.), 0-2 David Ngog (59.)

Norwich-Leicester  1-2

0-1 Sean St. Ledger (5.), 1-1 Wesley Hoolahan (24.), 1-2 David Nugent (71.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×