Handbolti

Kári og félagar með góðan en sjaldséðan útisigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristjánsson.
Kári Kristjánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Kári Kristjánsson og félagar hans í HSG Wetzlar unnu fjögurra marka útisigur á Hüttenberg, 26-22, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kári skoraði fjögur mörk fyrir Wetzlar í leiknum en Wetzlar festi sig í sessi í níunda sæti deildarinnar með þessum sigri sem var sá þriðji í síðustu fjórum leikjum liðsins.

Wetzlar var samt aðeins að vinna sinn annan útisigur í deildinni í vetur því Kári og félagar voru bara búnir að ná í 3 af 18 mögulegum stigum á útivelli fyrir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×