Fleiri fréttir

Rock hafði betur gegn Tiger

Tiltölulega lítt þekktur kylfingur Robert Rock gerði sér lítið fyrir og sigraði Abu Dhabi HSBC golfmótið á evrópskumótaröðinni í golfi og stóðst pressuna á að vera með Tiger Woods í lokahollinu.

Guðjón Valur valinn í úrvalslið EM

Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalslið Evrópumeistaramótsins í handbolta sem lýkur í dag. Momir Ilic stórskytta Serbíu og leikmaður Kiel var valinn besti leikmaður mótsins.

Danmörk Evrópumeistari í annað sinn

Danmörk varð í dag Evrópumeistari í handbolta í annað sinn eftir 21-19 sigur á heimamönnum Serbíu í leik þar sem markverðir liðanna og varnir stálu senunni.

Diouf yfirgefur United - til liðs við Hannover

Framherjinn Mame Biram Diouf hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Hannover 96 í Þýskalandi. Diouf hefur verið á mála hjá Manchester United undanfarin misseri en fengið fá tækifæri.

Matri með tvö í sigri Juventus

Juventus jók forskot sitt á toppi Serie A í gærkvöld með 2-1 heimasigri á Udinese. Alessandro Matri skoraði bæði mörk heimamanna, hvort í sínum hálfleiknum.

Marín Laufey og Pétur bikarmeistarar

Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK, og Pétur Eyþórsson, Ármanni, urðu í gær bikarmeistarar í opnum flokki á Bikarglímu Íslands.

Bæjarar og Dortmund á sigurbraut - deila toppsætinu

Bayern München heldur toppsætinu í efstu deild þýska boltans eftir 2-0 sigur á Wolfsburg í gær. Dortmund fylgir í humátt á eftir með jafnmörg stig og Bæjarar en lélegri markamun. Liðið vann góðan 3-1 sigur á Hoffenheim.

Íslendingar treysta á Dani gegn Serbum

Líklega munu flestir Íslendingar styðja frændur sína Dani í úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í dag. Ríkari ástæða er til þess nú en alla jafna því sigur Dana eykur líkur Íslands á sæti á Ólympíuleikunum í London til muna.

Leitað að stuðningsmanni sem líkti eftir apa á Anfield

Lögreglan í Liverpool leitar manns sem sýndi kynþáttafordóma á viðureign Liverpool og Manchester United á Anfield í gær. Á ljósmynd, sem farið hefur eins og eldur í sinu um netheima, virðist áhorfandinn líkja eftir apa.

Ótrúlegur sigur Arsenal

Arsenal sló Aston Villa út úr ensku bikarkeppninni með 3-2 sigri á heimavelli sínum í dag. Aston Villa komst í 2-0 en Arsenal sýndi mikinn karakter, skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og tryggði sér sigur.

Barcelona skrikaði fótur - forysta Real sjö stig

Barcelona tókst ekki að skora í heimsókn sinni á El Madrigal í kvöld. Niðurstaðan markalaust jafntefli og Barcelona er nú sjö stigum á eftir Real Madrid í baráttunni um meistaratitilinn á Spáni.

Skelfileg mistök hjá varamarkverði Newcastle

Ole Soderberg, markvörður varaliðs Newcastle, vill líklega sem fyrst gleyma 6-0 tapinu gegn Manchester United á fimmtudagskvöld. Auk þess að þurfa að heimta knöttinn sex sinnum úr marki sínu gerði hann skelfileg mistök þegar heimamenn komust í 2-0.

KA og Afturelding með örugga sigra í blakinu

KA vann sannfærandi sigur á Þrótti Reykjavík í Mikasadeild karla í blaki norðan heiða í dag. Þá vann Afturelding sömuleiðis öruggan sigur gegn Þrótti í Neskaupsstað í kvennaflokki.

Ásgeir náði frábærum árangri í Þýskalandi

Ásgeir Sigurgeirsson, skammbyssuskyta úr Skotfélagi Reykjavíkur, lenti í 13. sæti af 83 keppendum á Internationaler Wettkampf München 2012 mótinu í dag. Hann var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslit.

Keflavík lagði Hauka - Valur, Hamar og Njarðvík með sigra

Keflavík heldur fjögurra stiga forskoti á toppi Iceland Express-deildar kvenna í körfuknattleik eftir 78-75 heimasigur á Haukum. Valskonur unnu óvæntan sigur á KR, Hamar lagði Fjölni og Njarðvík vann útisigur á Snæfell.

Bolton, Norwich og Stoke komin áfram í bikarnum

Ensku úrvalsdeildarliðin Bolton, Norwich og Stoke eru komin áfram í 5. umferð enska bikarsins í knattspyrnu eftir sigra á andstæðingum sínum í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea eru hins vegar úr leik.

Sigurður Ragnar: Getum ekki sett öll eggin í sömu körfuna

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu.

Ferguson: Við vorum betri og áttum þetta ekki skilið

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchster United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Liverpool á Anfield í dag. Hann sagðist ekki skilja hvernig liðið hefði farið að því að tapa.

Sesum fékk pílu í augað - gæti misst sjónina

Handknattleiksmaðurinn Zarko Sesum fékk pílu í augað þegar hann gekk af velli að loknum sigri Serba á Króötum í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik í gær. Talið er líklegt að hann missi sjón á auganu. AFP-fréttastofan greinir frá þessu.

Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands

Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net.

Leik lokið: Valur - Stjarnan 24-15 | Valskonur aftur á toppinn

Valskonur náðu aftur toppsætinu í N1 deild kvenna eftir öruggan níu marka sigur á Stjörnunni, 24-15, í Vodafone höllinni í dag. Stjarnan hékk í Valsliðinu í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu Stjörnukonur engan möguleika. Valur er þar með tveggja stiga forskot á Fram en Framliðið á leik inni á móti HK á þriðjudagskvöldið.

Gabon í átta liða úrslit eftir ótrúlegan sigur

Gestgjafarnir frá Gabon tryggðu sér í gær sæti í átta liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu með mögnuðu 3-2 sigri á Marokkó. Sigurmarkið kom beint úr aukaspyrnu á fimmtu mínútu í viðbótartíma.

Leikmenn QPR og Chelsea tókust ekki í hendur

Nú stendur yfir viðureign QPR og Chelsea í 4. umferð enska bikarsins í knattspyrnu. Leikmenn liðanna heilsuðust ekki fyrir leikinn líkt og tíðkast og hefur enska knattspyrnusambandið sent frá sér yfirlýsingu þess vegna.

ÍSÍ 100 ára í dag

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, fagnar í dag 100 ára afmæli sínu. Afmælinu verður fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Fæstir að hugsa um fótboltann

Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool.

Allra augu beinast að þessum leik

Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag.

Leikurinn sem allir óttast

Andrúmsloftið er spennuþrungið fyrir stórleik Liverpool og Manchester United í enska bikarnum, sem fram fer í dag, vegna atburða síðustu mánaða. Kjartan Guðmundsson velti fyrir sér viðureigninni sem margir hræðast að gæti endað í vitleysu – leysist upp í

Geri mér aldrei væntingar um sigur

Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games.

Hallldór fékk boð á HM

Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar.

Pistillinn: Ógreidd meðlög og símreikningar

Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út.

Brighton sló út Newcastle

B-deildarlið Brighton Hove & Albion gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Newcastle út í enska bikarnum í knattspyrnu í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Mike Williamson, varnarmanns Newcastle.

Sjá næstu 50 fréttir