Fleiri fréttir

Björgvin Páll gæti verið á leið undir hnífinn

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er úr leik vegna axlarmeiðsla. Læknir íslenska landsliðsins vill að hann fari í aðgerð. Fari Björgvin í aðgerð verður hann frá keppni í tvo mánuði og missir þar af leiðandi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar.

Kjartan Henry: Sá að ég hef roð við þessum gæjum

Kjartan Henry Finnbogason kom heim til Íslands í fyrrakvöld eftir vikudvöl hjá enska B-deildarliðinu Brighton & Hove Albion þar sem hann þótti standa sig vel. Þar áður var hann hjá danska liðinu Nordsjælland en þangað fór hann strax eftir landsleik Íslands í Portúgal í upphafi síðasta mánaðar.

Rúnar: Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild

Rúnar Kristinsson er einn þeirra þjálfara sem voru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í fjölmiðlum þar ytra í gær. Reyndar sagði Rúnar að fréttin væri frá blaðamönnunum sjálfum komin en vissi þó að nafn hans væri á blaði hjá félaginu.

Alexander Petersson: Álagið hefur sitt að segja

Það var nánast biðröð á sjúkrabekkinn á æfingu íslenska landsliðsins á íþróttahúsinu á Seltjarnanesi í gær. Einn þeirra sem fengu meðhöndlun var Alexander Petersson, sem hefur verið tæpur í bakinu, enda álagið mikið.

Rann á bolta og meiddist

Það er óhætt að segja að æfingar íslenska landsliðsins gangi ekki stórslysalaust fyrir sig. Hinn ungi og efnilegi markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, er einn þeirra sem eru komnir á meiðslalistann.

Sacchi: Messi að stinga Ronaldo af

Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfari AC Milan, er afar hrifinn af Lionel Messi, eins og margir fleiri, og segir að hann sé allt öðrum gæðaflokki en Cristiano Ronaldo.

Gerrard eignaðist þriðju dótturina

Steven Gerrard og eiginkona hans, Alex, fullkomnuðu þrennuna í gær þegar Alex fæddi stúlkubarn í þriðja skiptið. Stúlkan hefur verið nefnd Lourdes en dóttur Madonnu heitir einmitt sama nafni.

Jóna með tólf mörk í sigri HK á Nesinu

Jóna Sigríður Halldórsdóttir var í miklu stuði í kvöld og skoraði tólf mörk fyrir HK í 33-26 sigri á Gróttu í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. HK komst upp að hlið Vals á toppnum en Íslandsmeistarar Vals hafa leikið leik færra.

Rooney: Ég get spilað allstaðar á vellinum

Wayne Rooney spilaði á miðju Manchester United í 2-0 sigri á rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld en sigurinn kom United-liðinu á topp riðilsins. Rooney skoraði seinna markið þremur mínútum fyrir leikslok en fékk reyndar góða hjálp frá rúmenskum varnarmanni.

Fyrsti sigurinn hjá Hamarsstúlkum - unnu Fjölni í Hveragerði

Hamar vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild kvenna þegar liðið vann 18 stiga sigur á spútnikliði Fjölnis, 87-69. Hamar hafði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum en Fjölni vann bæði Hauka og Keflavík í fyrstu fjórum umferðunum.

Aron Einar og félagar upp í fimmta sætið - þrenna hjá Shelvey

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn þegar Cardiff vann 3-0 útisigur á Derby í ensku b-deildinni í kvld. Cardiff er með 24 stig eða fjórum stigum minna en West Ham sem er í 2. sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina.

Inter setti met - elsta byrjunarlið sögunnar

Claudio Ranieri, þjálfari Internazionale Milano, setti nýtt met í Meistaradeildinni í kvöld þegar hann stillti upp elsta byrjunarliði í sögu Meistaradeildarinnar.

Sigurganga Manchester City hélt áfram - upp í annað sætið

Manchester City hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar liðið vann öruggan 3-0 útisigur á spænska liðinu Villarreal í Meistaradeildinni. City-liðið hefur nú unnið sex leiki í röð í öllum keppnum þar af tvo síðustu leiki sína í Meistaradeildinni. Yaya Touré, sem hafði ekki skorað síðan í bikarúrslitaleiknum á móti í Stoke í vor, skoraði tvö mörk fyrir City-liðið í kvöld.

Ekki sannfærandi hjá Manchester United - unnu Galati 2-0

Manchester United vann 2-0 sigur í röð á rúmenska smáliðinu Otelul Galati á Old Trafford í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi sigur skilaði United-liðinu á topp C-riðilsins þar sem að Benfica náði aðeins jafntefli á heimavelli á móti Basel.

Messi hefur aldrei séð myndir af Pelé spila fótbolta

Argentínumaðurinn Lionel Messi segist enn vera að bíða eftir að fá sendan DVD-disk frá Pelé með hans helstu tilþrifum. Pelé var búinn að lofa því að senda Messi disk enda hefur Messi aldrei séð neitt til Pelé.

Chelsea vill fá Higuain í stað Drogba

Forráðamenn Chelsea eru þegar farnir að huga að eftirmanni Didier Drogba en samningur leikmannsins rennur út næsta sumar og Drogba hefur ekki enn fengist til að skrifa undir nýjan samning.

Ragna í aðra umferð án þess að svitna

Ragna Ingólfsdóttir er komin áfram í aðra umferð á Bitburger Open mótinu í badminton þrátt fyrir að hafa ekki keppt í dag. Ragna átti að keppa á móti Maja Tvrdy frá Slóveníu en Tvrdy tilkynnti mínútu fyrir leikinn að hún gæfi hann sökum meiðsla.

Jonas var hársbreidd frá metinu - skoraði eftir 10,6 sek.

Brasilíumaðurinn Jonas skoraði eftir aðeins 10,6 sekúndur í gær fyrir spænska liðið Valencia í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Jonas var nálægt því að bæta metið sem er í eigu Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir þýska liðið Bayern München gegn Real Madrid frá Spáni árið 2007.

Hjartaaðgerðin hans Redknapp gekk vel

Hjartaaðgerð Harry Redknapp, stjóra Tottenham, gekk vel í dag og er búist við því að Redknapp verði útskrifaður af sjúkrahúsinu eftir 48 tíma. Redknapp stýrir Tottenham-liðinu ekki á móti Rubin Kazan í Rússlandi á morgun og hann fær sinn tíma til að jafna sig.

Björgvin og Aron meiddir

Það kvarnast enn úr íslenska landsliðshópnum sem æfir hér á landi þessa dagana. Nú eru tveir markverðir gengnir úr skaftinu.

Ægir Hrafn valinn í stað Einars Inga

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur kallað á Ægi Hrafn Jónsson, línumann Fram, í landsliðshópinn í stað Einars Inga Hrafnssonar sem handarbrotnaði í gær.

Balotelli slær sér upp með klámmyndastjörnu

Svo virðist vera sem Ítalinn Mario Balotelli sé ekki við eina fjölina felldur. Kærastan hans er á Ítalíu og þá var Balotelli gripinn á stefnumóti með klámstjörnu.

Stuðningsmenn Chelsea gerðu grín að Ferdinand

Forráðamenn Chelsea eru ekki sáttir við lítinn hóp stuðningsmanna liðsins sem gerðu grín að Anton Ferdinand varnarmanni QPR á leik Chelsea og Genk í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Umhverfisvæn skot í Vesturröst

Vesturröst er farin að bjóða uppá umhverfisvænni skot frá Hull. Það þekkist mjög víða í heiminum að skot með blýhöglum er bönnuð sökum mengunar sem þau kunna að valda. Hull hefur þess vegna framleitt skot skot með stálhöglum sem ryðga og eyðast í náttúrunni og púður framleitt úr sykrum sem er líka umhverfisvænna.

Tekur Roy Keane við Leicester?

Roy Keane er líklegur til þess að taka við liði Leicester í ensku 1. deildinni en forráðamenn liðsins ráku Svíann Sven Göran Eriksson á dögunum. Keane er risastórt nafn í fótboltaheiminum eftir glæstan feril sem leikmaður Manchester United og írska landsliðsins. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi sem knattspyrnustjóri eftir að hafa staldrað frekar stutt við í slíku starfi hjá Sunderland og Ipswich.

Ole Gunnar Solskjær orðaður við Blackburn

Ole Gunnar Solskjær stýrði Molde til sigurs á fyrsta ári sínu sem þjálfari liðsins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um s.l. helgi. Árangur Norðmannsins hefur ekki farið framhjá neinum enda þekkt nafn á ferðinni og enskir fjölmiðlar á borð við Telegraph leiða að því líkum að Solskjær verði næsti knattspyrnustjóri Blackburn.

Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift

Nú þegar veiðitímabilinu er lokið er um að gera að elda lax, fara með í reyk og síðast en ekki síst að grafa lax. Þetta er svo einfalt að það geta allir gert þetta og það skemmtielga er að finna sitt eigið bragð í kryddblöndunni. En til að fara öruggur af stað þá er hér uppskrift sem er ættuð frá Veislunni á Seltjarnarnesi.

Óstofnað félag með hæsta boð í Þverá/Kjarrá

Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, þá eru þrír einstaklingar, Halldór Hafsteinsson, Davíð Másson og Ingólfur Ásgeirsson með hæsta tilboð í Þverá/Kjarrá „fyrir hönd óstofnaðs félags“ eins og það er orðað. Upphæðin er 111.700.000 krónur, en áin leigist frá og með 2013 til fimm ára, eða til og með 2017.

NBA deilan hefur áhrif á golfið hjá Michael Jordan

Michael Jordan, eigandi NBA liðsins Charlotte Bobcats, er án efa ekki sáttur við verkbannið í deildinni og deilu eigenda við leikmannasamtökin. Jordan gaf gær frá sér hlutverk aðstoðarfyrirliða bandaríska úrvalsliðsins í golfi sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlega úrvalsliðinu. John Cook mun taka við hlutverki Jordan en Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins.

Skotsýning fyrir mömmu og pabba

Helgi Már Magnússon setti nýtt stigamet Íslendings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á dögunum. Helgi Már kom þá inn af bekknum og skoraði 39 stig á aðeins 29 mínútum í flottum sigri á gömlu félögunum hans í Uppsala.

Það voru bara tvær mínútur eftir af æfingunni

Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009.

Sjá næstu 50 fréttir