Björgvin Páll gæti verið á leið undir hnífinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2011 08:30 Björgvin Páll gat ekki æft með landsliðinu í gær og gaf því ungum Seltirningum eiginhandaráritanir í staðinn. Mynd/Anton Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira