Fleiri fréttir

Man. City á eftir efnilegum varnarmanni

Samkvæmt Sky Sports er Man. City á eftir Stefan Savic hjá Partizan Belgrad. Sá er varnarmaður og City þarf slíka menn og sérstaklega þar sem Jerome Boateng er líklega á förum.

Pepsimörkin: Mörkin og tilþrifin úr 8 umferð

Pepsimörkin á Stöð 2 sport fór af stað að nýju eftir nokkurt hlé á Pepsideild karla í fótbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport fór yfir öll helstu atriðin úr 8. umferð með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Magnúsi Gylfasyni. Samantektin í lok þáttar var skreytt með laginu Cant go back með Primal Scream.

Fimm félög bítast um Neymar

Það kostar rúmar 40 milljónir punda að losa brasilíska undrabarnið Neymar fra´Santos. Þrátt fyrir þá staðreynd eru heil fimm félög tilbúin að leggja fram þá upphæð. Þau mega því byrja að ræða við hann um samning.

Enn tapa Framarar - myndir

Fram situr sem fastast á botni Pepsi-deildar karla en liðið tapaði fyrir FH í gær og er aðeins með tvö stig eftir átta umferðir.

Kristinn tryggði Blikum sigur - myndir

Kristinn Steindórsson skoraði bæði mörk Breiðabliks og er langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla með átta mörk. Blikar lentu marki undir gegn Keflavík en unnu að lokum 2-1 sigur.

Pepsimörkin: Gaupahornið á Akranesvelli

Guðjón Guðmundsson var með Gaupahornið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í samantektarþættinum um 8. umferðina. Gaupi fór eldsnöggt yfir knattspyrnusögu Skagamanna á Akranesvelli og þar komu margir við sögu. Þar á meðal skíðasleðinn Alexander Högnason, rafvirkinn Guðjón Þórðarson, Hvítanesættin, Guðjónssynirnir þrír og ekki gleyma Benedikt Valtýssyni.

Hápunktar úr leikjum dagsins á Wimbledonmótinu í tennis

Það var mikið um óvænt úrslit í einliðaleik kvenna þegar að 16-manna úrslitin hófust á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Hin danska Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, féll úr leik sem og báðar Williams-systurnar. Serena Williams átti titil að verja á mótinu en hún tapaði fyrir Marion Bartoli frá Frakklandi í tveimur settum, 6-3 og 7-6. Þetta var fyrsta mót Serenu í tæpt ár vegna meiðlsa og veikinda sem hafði ef til vill sitt að segja.

Veiðisaga úr Blöndu

Eins og við sögðum frá fyrr í dag þá er Blanda 1 að detta í 200 laxa, það telst svosem ekki neitt júnímet en er í góðu meðallagi. Eins og fyrri daginn er talsvert um að stórir fiskar séu að rétta upp króka og láta sig hverfa.

Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á

Svæði 1 í Blöndu er að nálgast 200 laxana, voru komnir 191 á land í gær og e-ð bæst við síðan þá. Af svæði 3 er búið að skrá einhverja laxa en af svæðum 2 og 4 eru litlar fréttir. Líkast til hefur verið talsvert hark þar í kulda og leiðinda veðri.

Engin lax gengin í Leirvogsá?

Svo virðist sem að lax sé ekki genginn í Leirvogsá. Í það minnsta hefur enginn slíkur verið færður til bókar fyrstu þrjá daga tímabilisins.

Góður gangur í Elliðaánum

Í gærkveldi voru komnir 65 laxar á land úr Elliðaánum. Þetta samsvarar rúmlega tveimur löxum á hverja dagsstöng frá því að veiði hófst þann 21. júní.

FC Bayern kaupir efnilegan Japana

Efnilegasti knattspyrnumaður Japan, Takashi Usami, er búinn að skrifa undir samning við FC Bayern. Hann kemur til þýska liðsins frá Gamba Osaka í heimalandinu.

Þorvaldur: Erfitt að halda áfram

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var að vonum brúnar þungur eftir sjötta tapið í átta leikjum í Pepsí deild karla í sumar, nú gegn FH 2-1 á heimavelli.

Heimir: Hugsum bara um næsta leik

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var fyrst og fremst ánægður með að sækja þrjú stig í Laugardalinn gegn Fram í kvöld í erfiðum leik sem mikill vindur sett sterkan svip á.

Kári: Þurfum allaf að berjast og djöflast

„Þetta var mjög kærkomið og ég er ánægður með vinnuframlagið og baráttan sem sást á leik okkar í kvöld,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, eftir sigurinn í kvöld. Breiðablik vann frábæran sigur, 2-1, gegn Keflavík í kvöld, en liðið hefur átt erfitt uppdráttar í sumar.

Ólafur: Vorum beinskeyttir allan leikinn

„Við höfum alltaf haft trú á verkefninu og erum búnir að vinna vel í okkar málum og þegar menn gera það, þá er þeim launað,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld sem Breiðablik vann 2-1 gegn Keflavík í 8. umferð Pepsi-deildar karla.

Willum: Gerum okkur seka um fáránleg mistök

"Það er alltaf ömurlegt að tapa og sérstaklega í leik þar sem við áttum fína möguleika,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn.

Kristinn: Hópeflið skilaði sér

„Þetta var mjög kærkominn sigur fyrir okkur eftir skell í bikarnum í síðustu viku,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn.

Ekkert óvænt í karlaflokki á Wimbledon

Allir fjórir efstu á heimslistanum í tennis komust í dag áfram í fjórðungsúrslit einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í dag. Fátt var um óvænt úrslit í 16-manna úrslitunum sem fóru öll fram í dag.

Donovan ósáttur við Bradley þjálfara?

Landon Donovan stjörnuleikmaður bandaríska landsliðsins skar sig úr meðal liðsmanna bandaríska landsliðsins að loknum úrslitaleiknum í Gullbikaranum á laugardag. Á meðan aðrir leikmenn studdu við bakið á þjálfaranum Bob Bradley eftir tapið gegn Mexíkó var Donovan stuttur til svars.

England missteig sig - Japan með skyldusigur

Tveir leikir fóru fram í B-riðli á HM kvenna í knattspyrnu í Þýskalandi í dag. Japan vann 2-1 sigur á Nýja-Sjálandi en England náði aðeins 1-1 jafntefli gegn stöllum sínum frá Mexíkó.

Schmeichel til Leicester City

Daninn Kasper Schmeichel er genginn til liðs við Leicester City í ensku Championship-deildinni. Schmeichel hefur skrifað undir þriggja ára samning við Leicester en hann var seldur frá Leeds United þvert á vilja leikmannsins.

Stórstjarna í MLS-deildinni sektuð fyrir leikaraskap

Charlie Davies framherji D.C. United í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu (MLS) hefur verið sektaður fyrir að fiska vítaspyrnu. Aganefnd MLS fékk aukin völd fyrir tímabilið til þess að refsa leikmönnum fyrir leikaraskap og er Davies sá fyrsti sem fær á baukinn.

Bielecki og Lijewski koma ekki til AGK

Danska Ekstra Bladet greinir frá því í dag að pólsku skytturnar Karol Bielecki og Krysztof Lijewski muni ekki ganga í raðir danska ofurliðsins AGK í sumar.

Williams-systur og Wozniacki úr leik

Það var mikið um óvænt úrslit í einliðaleik kvenna þegar að 16-manna úrslitin hófust á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Hin danska Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, féll úr leik sem og báðar Williams-systurnar.

David De Gea í læknisskoðun hjá Manchester United

Markvörðurinn David De Gea er í læknisskoðun þess stundina vegna félagsskipta hans frá Atletico Madrid til Manchester United sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Talið er að ensku meistararnir þurfi að greiða 18.9 milljónir punda fyrir markvörðinn.

FH mætir Haslum í Meistaradeildinni

Íslandsmeistarar FH mæta norsku meisturunum í Haslum í forkeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik. Takist FH að leggja Haslum af velli mætir það annað hvort HC Metalurg frá Makedóníu eða Maccabi Srugo Rishon Lesio frá Ísrael í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Markvörður í Kóreu viðurkennir að hafa hagrætt úrslitum

Það er allt vitlaust í Suður-Kóreu eftir að markvörður í efstu deild viðurkenndi að hafa hagrætt úrslitum og þegið fyrir það greiðslur frá veðmöngurum. Markvörðurinn heitir Yeom Dong-gyun og hefur meðal annars leikið fyrir U-23 ára landslið Suður-Kóreu.

Formaður dómaranefndar: Ummæli Guðjóns eru ekki svaraverð

Ummæli Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara BÍ/Bolungarvíkur, eftir leik BÍ og Þróttar í gær hafa vakið talsverða athygli enda veltir Guðjón því upp hvort hörundslitur Tomi Ameobi hafi áhrif á hvernig íslenskir dómarar dæma í atvikum tengdum honum.

Vettel og Red Bull í sterkri stöðu í stigamóti ökumanna og bílasmiða

Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær.

Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Fram

FH lagði Fram 2-1 í miklum rokleik í Laugardalnum í kvöld. FH náði þar með að lyfta sér upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig í átta leikjum, átta stigum frá toppnum en Fram er enn án sigurs með aðeins tvö stig á botni deildarinnar.

Umfjöllun: Breiðablik vann kærkominn sigur á Keflavík

Íslandsmeistarar Breiðabliks náðu að innbyrða kærkominn sigur, 2-1, gegn Keflvíkingum á Kópavogsvelli í kvöld. Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, var frábær fyrir heimamenn og gerði bæði mörk Blika í leiknum.

Ramos ekki í stríði við Real Madrid

Umboðsmaður spænska varnarmannsins Sergio Ramos, Rene Ramos, segir að meint neikvæð ummæli hans um Real Madrid séu uppspuni frá rótum. Hann sé ekki í neinu stríði við félagið.

Song enn í fýlu út í Eto´o

Mórallinn í herbúðum kamerúnska landsliðsins er ekki upp á marga fiska þessa dagana. Knattspyrnusamband Kamerún hefur nú sektað Alex Song, leikmann Arsenal, fyrir að neita að heilsa Samuel Eto´o.

Laxinn mættur í Stóru Laxá

Freyr H. Guðmundsson skyggndi Klaufina á svæði 4 í Stóru Laxá núna í gær og sá a.m.k. tvo laxa sem báðir voru 2ja ára. Laxinn er því greinilega mættur í Stóru og má búast við skemmtilegri opnun þar á morgun.

Guðjón veltir því upp hvort dómarar séu með kynþáttafordóma

Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og Þróttar í gær. Hinn þeldökki framherji BÍ, Tomi Ameobi, fékk þá að líta gula spjaldið í leiknum og er kominn í bann. Guðjón velti því upp í viðtali við Stöð 2 eftir leikinn hvort kynþáttafordómar væru ástæðan fyrir því að Ameobi fengi ekki réttláta meðferð hjá dómurum.

Barton verður ekki seldur á tombóluverði

Newcastle United hefur ekki í hyggju að selja Joey Barton á tombóluverði. Hermt var að félagið ætlaði að selja hann á eina milljón punda en samningur hans rennur út eftir eitt ár.

Nani fagnar komu Young til Man. Utd

Vængmenn Man. Utd eru síður en svo ósáttir við að félagið hafi fest kaup á Ashley Young sem mun veita þeim samkeppni næsta vetur. Antonio Valencia hafði áður lýst yfir ánægju sinni með komu Young og nú hefur Nani gert slíkt hið sama.

Ótrúlegur sigur Valsmanna

Valur lék manni færri í rúmar 60 mínútur og lenti þar að auki undir gegn Víkingum í gær þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Engu að síður unnur þeir leikinn, 2-1.

Þórsarar náðu í gott útivallarstig

Þór náði 1-1 jafntefli gegn Fylki í Árbænum í gær þrátt fyrir að heimamenn hafi fengið fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir