Handbolti

FH mætir Haslum í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH-ingar fagna síðasta vetur.
FH-ingar fagna síðasta vetur.
Íslandsmeistarar FH mæta norsku meisturunum í Haslum í forkeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik. Takist FH að leggja Haslum af velli mætir það annað hvort HC Metalurg frá Makedóníu eða Maccabi Srugo Rishon Lesio frá Ísrael í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Nái FH ekki að komast í Meistaradeildina fer það sjálfkrafa í aðra eða þriðju umferð EHF-bikarsins.

Ísraelska liðið hefur réttinn á því að halda riðilinn en hafni liðið því mun riðillinn fara fram í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×