Fleiri fréttir

Guðmundur Reynir: Ég er í toppformi

Guðmundur Reynir Gunnarsson var kosinn besti maður vallarins hjá Vísi. Bakvörðurinn knái sýndi oft á tíðum frábær tilþrif og kórónaði leik sinn með sjaldgæfu skallamarki.

Kristján: Styrkir trú mína á strákunum

„Það er komið það eðli í þetta lið að gefast ekki upp og það sá maður í kvöld,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld.

Ólafur Örn: Verðum að vera á tánum

Ólafur Örn Bjarnason var að vonum svekktur með tap sinna manna gegn toppliði KR. Grindvíkingar héldu vel í við þá svarthvítu í fyrri hálfleik en sprungu á limminu í þeim síðari.

Marteinn: Tek þetta að sumu leyti á mig

„Við erum virkilega svekktir og sérstaklega ég,“ sagði Marteinn Briem, leikmaður Víkings, eftir tapið gegn Valsmönnum í kvöld. Valur skoraði sigurmark leiksins á fjórðu mínútu uppbótatímans.

Tim Howard brjálaður út í mótshaldara

Bandaríski markvörðurinn Tim Howard blótaði mótshöldurum Gold Cup-mótsins í sand og ösku fyrir að láta verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleik mótsins í nótt fara alla fram á spænsku.

Tinna vann upp forskot Valdísar á lokadeginum

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili vann upp sex högga forskot Valdísar Þóru Jónsdóttur úr Leyni á lokakeppnisdegi Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. Tinna lék Hvaleyraholtsvöllinn á 70 höggum eða -1 í dag og var samtals á 7 höggum yfir pari eftir þrjá hringi. Valdís Þóra varð önnur á +8 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK varð þriðja á +9.

Ingimundur: Sköpuðum okkur milljón færi

Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson var skiljanlega ósáttur við að hafa gert 1-1 jafntefli við Þór í dag enda hafi Fylkir verið hættulegri aðilinn í leiknum.

Haraldur Franklín sigraði Guðmund í bráðabana

Mikil spenna var á lokadegi Eimskipsmótaraðarinnar á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag þar sem að úrslit réðust í karlaflokki í bráðbana. Haraldur Franklín Magnús úr GR tryggði sér sigur í bráðabana gegn Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem er einnig úr GR.

Gunnar Már: Gæti reynst mikilvægt stig

Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Þórs, segir að sínum mönnum hafi tekist það sem þeir ætluðu sér fyrir leikinn gegn Fylki - að ná í að minnsta kosti eitt stig úr leiknum. Honum lauk með 1-1 jafntefli.

Ólafur: Skömm að vinna ekki leikinn

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, segir að það hafi verið grátlegt hjá sínum mönnum að hafa gefið frá sér tvö stig gegn Þór í dag. Liðin skildu jöfn, 1-1, en Fylkismenn fengu nóg af færum til að tryggja sér sigurinn.

Umfjöllun: Sigurmark Vals á lokaandartaki leiksins

Valsmenn unnu ótrúlegan sigur, 2-1, á Víkingum í 8.umferð Pepsi-deild karla á Vodafonevellinum í kvöld. Valsmenn misstu mann útaf með rautt spjald eftir hálftíma leik og léku einum færri út leiktímann, en það kom ekki að sök og þeir náðu að innbyrða sigur.

Vettel naut sín vel Í Valencia

Sebastian Vettel vann sjötta sigur sinn í Formúlu 1 á árinu í Valencia á Spáni í dag á Red Bull keppnisbíl. Vettel var meira og minna í forystu í mótinu og er kominn með 77 stiga forskot á næsta ökumann í stigakeppni ökumanna.

Páll: Sköpuðum ekki nóg af færum

„Það er bara eitt stig í hús eftir þennan leik og við tökum því,“ sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-2 jafntefli gegn BÍ/Bolungarvík í dag.

Hafþór: Dómarinn fer stundum í okkur sveitastrákana

„Þetta var bara meira bullið, við áttum þennan leik og síðan var dómarinn ekkert að hjálpa okkur,“ sagði Hafþór Atli Agnarsson, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti í dag.

Bale fer ef Modric verður seldur

Enska dagblaðið The Mirror fullyrðir að Gareth Bale muni fara fram á sölu frá Tottenham ef Luka Modric verði seldur annað í sumar.

Umfjöllun: Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn

Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í 1.deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli. Gestirnir að vestan komust tvisvar yfir í leiknum en Þróttarar gáfust aldrei upp og jöfnuðu metin.

Leikmenn fá frelsi til að spila sinn fótbolta

Andre Villas-Boas, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, er í viðtali hjá enska dagblaðinu The Sunday Mirror í dag þar sem hann segir að leikmenn munu fá frelsi til að njóta sín undir hans stjórn.

Umfjöllun: Enn einn sigurinn hjá KR

KR-ingar halda áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild karla. Í kvöld styrktu þeir stöðu sína á toppnum með sanngjörnum 3-0 sigri á Grindvíkingum Suður með sjó. KR-ingar eru því með 20 stig í efsta sæti á meðan Grindvíkingar eru í tíunda sæti með sjö stig.

Umfjöllun: Fylkismenn nýttu ekki færin

Fylkir tapaði dýrmætum stigum í dag ef liðið ætlar að halda sér í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. Árbæingar máttu sætta sig við 1-1 jafntefli eftir að hafa farið illa með fjölmörg góð færi í leiknum.

Vettel kom fyrstur í mark

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni.

City fremst í kapphlaupinu um Sanchez

Gianpaolo Pozzo, eigandi ítalska félagsins Udinese, segir að eins og málin standa nú sé Manchester City líklegast til að fá Alexis Sanchez í sínar raðir.

Metopnun í Selá

Selá opnaði í morgun og var metveiði miðað við fyrri opnanir, alls veiddust tuttugu laxar í ánni í dag og muna menn ekki annað eins!

Flott opnun í Víðidalsá

Eftir 2 vaktir eru a.m.k. 9 stórlaxar komnir á land í Víðidalsá og veiddist víðsvegar um ánna. Harðeyrarstrengur, Efri Garðar, Ármót og Laxapollur gáfu t.a.m. allir fiska og er víst talsvert af laxi í Laxapolli. Laxarnir sem komu á land voru allir á bilinu 80 – 85 cm að lengd og var öllum sleppt aftur enda sleppiskylda á stórlaxi í Víðidalnum.

Redknapp verður að selja til að kaupa

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkennir að hann verði að selja nokkra leikmenn áður en hann geti keypt nýja til félagsins í sumar.

Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli

Eins og við gátum um, þá var opnun Miðfjarðará afar góð og þegar upp var staðið hafði opnunarhollið landað 30 löxum á 6 stangir á tveimur og hálfum degi.

Mögnuð veiði í Litluá í Keldum

Veiði hefur verið með afbrigðum góð í Litluá í Kelduhverfi í allt vor og ekki síður það sem af er sumri. Framan var um blandaðan afla, sjóbirting, staðbundinn urriða og bleikju að ræða, en upp á síðkastið, aðalega urriði.

Hiddink var efstur á óskalista Chelsea

Umboðsmaður knattspyrnustjórans Guus Hiddink segir að skjólstæðingur sinn hafi verið efstur á óskalista Chelsea áður en Andre Villas-Boas var ráðinn.

Cannavaro orðaður við QPR

Ítalinn Fabio Cannavaro hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna í bráð en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann er nú án félags en Cannavaro lék síðast með Al-Ahli í Dúbæ.

Mexíkó lenti 2-0 undir en vann Gullbikarinn

Mexíkó vann Bandaríkin, 4-2, í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og mið-Ameríku auk þjóða frá Karabíahafinu, þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir í leiknum.

HM kvenna hefst í Þýskalandi í dag

Heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu hefst í dag í Þýskalandi. Heimamenn mæta Kanada í opnunarleik mótsins á Ólympíuleikvanginum í Berlín í dag.

Tomislav Ivic látinn

Króatíski knattspyrnuþjálfarinn Tomislav Ivic lést í gær, 77 ára gamall. Hann er af mörgum talinn einn fremsti knattspyrnuþjálfari síns tíma. Ivic glímdi við ýmis veikindi síðustu árin og lést á sjúkrahúsi í heimabæ sínum, Split.

Ferill Arne Friedrich í hættu vegna bakmeiðsla

Þýski landsliðsmaðurinn Arne Friedrich er sagður hafa íhugað að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra bakmeiðsla. Hann missti af fyrri hluta síðasta tímabils vegna meiðslanna.

Messi: Aldrei jafn elskaður í heimalandinu

Lionel Messi er nú að undirbúa sig fyrir Copa America með argentínska landsliðinu og segir að hann hafi aldrei fyrr fundið fyrir jafn mikilli hlýju í sinn garð í heimalandinu.

Spánverjar Evrópumeistarar U-21 liða

Spánn varð í dag Evrópumeistari landsliða skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri eftir sigur á Sviss, 2-0, í úrslitaleiknum sem fór fram í Árósum í Danmörku.

Villa vill klára ferilinn hjá Barcelona

David Villa, leikmaður Barcelona, vill spila með liðinu þar til að ferli hans lýkur. Villa er 29 ára gamall og kom til félagsins síðastliðið sumar.

Sjá næstu 50 fréttir