Fleiri fréttir

Undanúrslit þýska bikarsins í beinni á Stöð 2 Sport í dag

Það verður mikið um dýrðir í Color Line Arena í Hamburg í dag þegar undanúrslitaleikir þýsku bikarkeppninnar í handbolta fara fram. Tvö Íslendingalið eiga þá möguleika á því að komast í bikarúrslitaleikinn á morgun og það er hægt að sjá báða leikina beint á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn verður síðan einnig í beinni á morgun.

Golfgoðsögn látin

Golfgoðsögnin Seve Ballesteros lést í nótt af völdum heilaæxlis. Hann var 54 ára gamall. Í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu Ballesteros í morgun kemur fram að hann hafi látist á heimili sínu í Padrena, umvafinn ástvinum sínum. Ballesteros var áhrifamikill frumkvöðull í golfíþróttinni á Spáni. Hann vann meðal annars fimm risamót á ferli sínum. Spænsku blöðin kalla hann jafnvel „upphafsmann spænska golfsins“.

Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni

Reynir Þór Reynisson, sem hætti sem þjálfari Fram í gær, segir að taka þurfi til í leikmannamálum félagsins og bar leikmennina þungum sökunum í viðtali við Fréttablaðið.

Leikmenn með slæmt hugarfar

Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. "Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman,“ segir Reynir í samtali við Fréttablaðið.

Pistillinn: Að vera sinn eigin besti æfingafélagi

Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu.

Ferguson ánægður með að fá Webb

Alex Ferguson segir að sinn helsti ótti fyrir leik Manchester United gegn Chelsea á morgun sé að dómgæslan muni bitna á sínum mönnum. Hann er þó ánægður með að Howard Webb dæmi leikinn.

Mourinho mun berjast gegn banninnu

Aitor Karanka, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Real Madrid, segir að sá síðarnefndi sé allt annað en sáttur við fimm leikja bannið sem hann fékk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu í dag.

Dalglish: Engin þörf fyrir Carroll á EM U-21

Stuart Pearce, þjálfari U-21 landsliðs Englands, vill að Andy Carroll hjá Liverpool taki þátt í EM í Danmörku í sumar. Stjóri Carroll hjá Liverpool, Kenny Dalglish, segir það óþarfi.

Tiger keppir á Players-mótinu

Tiger Woods mun snúa aftur á golfvöllinn og keppa í Players Championship-mótinu sem hefst á fimmtudaginn næstkomandi.

Víkingur í samstarf við West Brom

Víkingur tilkynndi á heimasíðu sinni í dag að félagið hefði gert samstarfssamning við enska úrvalsdeildarfélagið West Bromwich Albion.

Ancelotti: Úrslitin ráðast ekki á liðsskipaninni

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, neitar því að hann væri að taka áhættu með því að stilla þeim Fernando Torres og Didier Drogba saman upp í fremstu víglínu í leiknum gegn Manchester United á sunnudaginn.

Veit ekkert um hugsanleg skipti á Drogba og Tevez

Didier Drogba hefur ekki verið í einu sambandi við forráðamenn Manchester City en það hafa verið sögusagnir í gangi að Chelsea og City myndi hugsanlega skipta á Drogba og Carlos Tevez í sumar.

UEFA ætlar að styðja Blatter í forsetakjörinu

Framkvæmdarstjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, ætlar að styðja Sepp Blatter í forsetakjöri Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í næsta mánuði. Þetta hefur fréttastofa BBC eftir sínum heimildum.

Ölgerðin: Það má ekki kalla Peppa Pepsi kallinn

Ölgerðin hefur látið hanna lukkudýr Pepsi-deildarinnar og ber hann nafnið „Pepsi-dósin“ og gælunafnið er „Peppi“. KSÍ kynnti kappann sem Peppa Pepsi-karl en það féll ekki í kramið hjá mönnum í Ölgerðinni sem sáu sig tilneydda til að ítreka rétt nafn nýja lukkutröllsins.

Einn eitt jafnteflið hjá Lilleström

Lilleström gerði í kvöld sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum í norsku úrvalsdeildinni, í þetta sinn gegn Fredrikstad, 1-1.

Hermann vongóður um nýjan samning

Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, segist í samtali við enska dagblaðið Portsmouth News að hann sé vongóður um að gengið verði frá nýjum samningi á milli hans og félagsins á næstunni.

Hverjir byrja hjá Chelsea? - Sir Alex hefur ekki hugmynd

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki getað séð fyrir sér hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu hjá Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er með þriggja stiga forskot á Chelsea en Lundúnaliðið kemst á toppinn með sigri.

Koeman: Barcelona-liðið hans Guardiola betra en lið Cruyff

Hollendingurinn Ronald Koeman var hetja Barcelona-liðsins sem varð Evrópumeistari meistaraliða á Wembley árið 1992. Hann skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu í framlengingu og tryggði félaginu Evróputitilinn í fyrsta sinn.

Ancelotti valinn besti stjórinn annan mánuðinn í röð

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Peter Odemwingie, framherji West Bromwich Albion, voru bestir í aprílmánuði að mati valnefndar ensku úrvalsdeildarinnar. Ancelotti var kosinn besti stjórinn annan mánuðinn í röð og Odemwingie var kosinn besti leikmaðurinn en hann fékk samskonar verðlaun fyrir septembermánuð.

Fabregas, Nasri og Diaby verða ekki með Arsenal á móti Stoke

Arsenal verður án þriggja sterkra leikmanna þegar liðið sækir Stoke heim á Britannia Stadium í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Fyrirliðinn Cesc Fabregas, Samir Nasri og Abou Diaby eiga allir við meiðsli að stríða en það jákvæða er að Thomas Vermaelen gæti þarna spilað sinn fyrsta leik síðan í ágúst.

Spekingur á TV2: Alfreð hegðar sér eins og Mourinho

Bent Nyegaard, handboltaspekingur dönsku TV2 sjónvarpsstöðvarinnar var ekki sáttur með Alfreð Gíslason, þjálfara þýska stórliðsins Kiel, og ummæli hans um danska dómara eftir að Barcelona sló Kiel-liðið út úr Meistaradeildinni í handbolta.

Reynir Þór hættur hjá Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu.

Verður Real Madrid Evrópumeistari eftir allt saman?

Knattspyrnuliði Real Madrid tókst ekki að endurheimta Evróubikarinn eftir langa bið þegar þeir duttu út fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta í vikunni en körfuboltalið félagsins getur bætt úr því þegar úrslit Euroleague fara fram í Barcelona um helgina.

UEFA dæmdi José Mourinho í fimm leikja bann

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir ummæli sín eftir 2-0 tap Real á móti Barcelona í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni.

Sir Alex: Við verðum meistarar ef við vinnum Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er sannfærður um að liðið verði enskur meistari í tólfta sinn undir hans stjórn takist liðinu að vinna Chelsea á Old Trafford á sunnudaginn. Chelsea er þremur stigum á eftir United þegar þrír leikir eru eftir.

Robbie kominn til Grindavíkur

Skoski reynsluboltinn og framherjinn Robbie Winters skrifaði undir samning við Grindavík í morgun og gildir samningurinn út þessa leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Grindavík.

Terry: Þrái ekkert heitar en að verða aftur meistari

John Terry, fyrirliði Chelsea, mætir með lið sitt á Old Trafford á sunnudaginn og þar geta Chelsea-menn tekið toppsætið af heimamönnum í Manchester United með sigri. Það væri magnað afrek ekki síst þar sem Chelsea var fimmtán stigum á eftir United í mars.

Björn Jónsson æfir með FH þessa dagana

Björn Jónsson, 21 árs gamall Skagamaður og fyrrum leikmaður Heerenveen í Hollandi, æfir þessa dagana með FH-ingum en þetta kemur fram á heimasíðu Stuðningsmanna FH-liðsins, fhingar.net.

Tevez segist vera klár en læknalið City er ekki alveg sammála

Carlos Tevez er á góðum batavegi og samkvæmt nýjustu fréttum á Tevez nú góða möguleika á því að ná bikarúrslitaleiknum á móti Stoke City á Wembley 14. maí næstkomandi. Það er samkvæmt því sem Tevez segir þótt að læknaliðið sé ekki alveg sammála.

Nani: Eigum að vera að hugsa um Chelsea en ekki um Barcelona

Nani, leikmaður Manchester United, segir að hann og félagar sínir verði að fara strax að einbeita sér að Chelsea-leiknum á sunnudaginn en megi ekki gleyma sér og vera að pæla í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley.

Blake Griffin fékk fullt hús í kjörinu á besta nýliðanum

Allir 118 blaðamennirnir sem kusu besta nýliðann í NBA-deildinni í körfubolta settu Blake Griffin, leikmann Los Angeles Clippers, í fyrsta sætið. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1990 og aðeins í þriðja skiptið í sögunni sem besti nýliðinn fær fullt hús atkvæða.

Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka

Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30.

Alonso fljótastur í Tyrklandi, en meistarin Vettel ók útaf brautinni

Rigning var á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í morgun, þegar undirbúningur keppenda fyrir fjórða Formúlu 1 mót ársins hófst fyrir alvöru. Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma við erfiðar aðstæður, en Nico Rosberg á Mercedes varð annar 1.402 sekúndu á eftir Vettel og liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher þriðji 1.462 á eftir Vettel.

Trúðum því að við værum bestir

Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs, varð í gær Svíþjóðarmeistari í körfubolta. Sundsvall vann sigur á Norrköping Dolphins, 102-83, í oddaleik í rimmu um titilinn í gær.

Jakob: Fékk opin skot og hélt bara áfram

Jakob Örn Sigurðarson spilaði líklega einhvern besta leik sinn á ferlinum er lið hans, Sundsvall Dragons, varð Svíþjóðarmeistari eftir sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik um sænska meistaratitilinn í gær.

Lukkan ekki í Arsenal-búningnum í vetur

Hvernig væri staðan í ensku deildinni ef öll stangarskotin hefðu farið í stöngina og inn í staðinn fyrir að fara í stöngina og út? Fyrirtækið Opta sér um alla tölfræðivinnslu í ensku úrvalsdeildinni og það hefur nú einmitt tekið saman þessa tölfræði úr fyrstu 35 umferðunum á leiktíðinni.

Jakob: Þetta kitlar egóið

Jakob Örn Sigurðarson átti stórleik þegar að lið hans, Sundsvall Dragons, varð sænskur meistari í körfubolta eftir sigur á Norrköping Dolphins, í oddaleik um titilinn.

QPR þarf að bíða lengur eftir úrskurði

Enska B-deildarfélagið QPR, sem tryggði sér á dögunum sæti í ensku úrvalsdeildinni, þarf að bíða enn eftir niðurstöðu í máli tengdu kaupum á Argentínumanninum Alejandro Faurlin.

Jón Arnór og félagar fallnir

CB Granada, lið Jóns Arnórs Stefánssonar, er fallið úr spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðið tapaði í kvöld fyrir Unicaja, 78-53.

Sjá næstu 50 fréttir