Fleiri fréttir

Vettel: Það er enginn ósigrandi

Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu.

Duff ekkert meira með Fulham á tímabilinu

Damien Duff, liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham, mun missa af síðstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu vegna meiðsla. Duff þurfti að fara í aðgerð á hásin og verður frá í sex vikur.

Jakob og Hlynur sænskir meistarar

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson urðu í dag sænskir meistarar í körfubolta eftir að lið þeirra, Sundsvall Dragons, vann sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, 102-83.

Ostur örlagavaldur í tennisleik

Frakkinn Gael Monfils er í 10. sæti á heimslistanum í tennis. Í gær mætti hann Argentínumanninum Juan Monaco í 2. umferð á móti í Madríd.

Massa: Mikilvægt að taka framfaraskref

Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti.

Jakob með flesta þrista og Hlynur með flestar stoðsendingar

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila í dag hreinan úrslitaleik um sænska meistaratitilinn í körfubolta þegar lið þeirra Sundsvall Dragons tekur á móti Norrköping Dolphins í sjöunda leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

Hamilton mætir varfærinn til keppni

Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 í Tyrklandi um helgina, en hann vann síðustu keppni sem var í Kína, auk þess sem hann vann mótið í Tyrklandi í fyrra. Hamilton er í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigamóti ökumanna.

Ásbjörn skoraði flest mörk í úrslitaeinvíginu

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaeinvígi FH og Akureyrar í N1 deild karla í handbolta sem lauk með sigri FH í gær. Ásbjörn skoraði einu marki meira en Ólafur Guðmundsson og Akureyringurinn Oddur Grétarsson.

Mourinho fær annað tímabil hjá Real Madrid

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarna daga fyrir hegðun sína og leikstíl Real-liðsins í viðureignum liðsins við erkifjendur sína í Barcelona. Real vann spænska bikarinn en er úr leik í Meistaradeildinni og á ekki mikla möguleika á því að vinna spænska meistaratitilinn. Guardian hefur heimildir fyrir því að Mourinho fá annað tímabil í einu heitasta sætinu í heimsfótboltanum.

Tommy Nielsen verður með FH á móti Blikum

Tommy Nielsen er búinn að ná sér af meiðslunum sem hafa hrjáð hann að undanförnu og verður hann því með FH-liðinu þegar þeir fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á sunnudaginn. Þetta kemur fram í frétt á Stuðningsmannasíðu FH-inga.

Sir Alex: Fletcher verður lykilmaður á móti Barcelona

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á því að Darren Fletcher geti verið í lykilhlutverki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hann segir að skoski miðjumaðurinn sé alltaf bestur í stóru leikjunum.

John O'Shea: Mjög sáttur að fá að bera fyrirliðabandið

Írinn John O'Shea bar fyrirliðabandið þegar Manchester United tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með 4-1 stórsigri á þýska liðinu Schalke í seinni undanúrslitaleik liðanna á Old Trafford í gær. Framundan er því úrslitaleikur á móti Barcelona á Wembley 28. maí næstkomandi.

NBA: Dallas vann aftur í LA er komið 2-0 yfir

NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt.

Myndasyrpa af fögnuði FH-inga

FH varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta karla í fyrsta sinn í nítján ár eftir 3-1 sigur á Akureyri í úrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deild karla.

Eyðimerkurgöngu FH-inga lokið

Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið.

Atli: Ég er stoltur af strákunum

„Þetta er mjög sárt. Sérstaklega þar sem við vorum alltaf inni í leiknum og mér fannst við síst vera lakara liðið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, og vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti hans.

Ólafur: Þetta var fullkomið

Stórskyttan unga í liði FH, Ólafur Guðmundsson, fór mikinn í liði FH í gær og ljóst var að hann vildi klára dæmið á heimavelli. Ólafur var að leika sinn síðasta leik fyrir FH í bili en hann spilaði sem lánsmaður frá danska liðinu AGK, sem keypti hann síðasta sumar.

United á sögulegum slóðum

Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1.

Umfjöllun: Bið FH-inga á enda

FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1.

Einar Andri: Við erum besta lið á Íslandi

"Það er vonlaust að lýsa því. Það er frábært að ná að vinna þetta eftir nítján ár,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, eftir að hans lið vann Akureyri 3-1 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Celtic tapaði mikilvægum stigum

Titilvonir Celtic minnkuðu til muna í kvöld er liðið tapaði óvænt fyrir Inverness Caledonian Thistle, 3-2, í skosku úrvalsdeildinni.

Ólafur: Vona að stórveldið sé vaknað

"Það er erfitt að segja frá því í stuttu máli,“ sagði Ólafur Guðmundsson leikmaður FH þegar hann var spurður hvað það var sem gerði það að verkum að liðið varð Íslandsmeistari.

Í lífstíðarbann fyrir spark í bakið

Knattspyrnuyfirvöld í Kasakstan hafa dæmt Armand Masimzhanov í lífstíðarbann fyrir einhvern mesta óþverraskap sem sést hefur á knattspyrnuvelli lengi.

Kiel steinlá fyrir Magdeburg

Kiel mátti í kvöld sætta sig við sex marka tap gegn Magdeburg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 30-24. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.

Blake Griffin valinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni

Bandarískir fjölmiðlar hafa grafið það upp að Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, hefur verið kosinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni. Þetta kemur ekki mikið á óvart enda átti þessi mikli troðslukóngur frábært fyrsta tímabil í deildinni eftir að hafa misst af tímabilinu á undan vegna meiðsla.

Berbatov hefur ekki skorað í Evrópukeppni í tvö og hálft ár

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun væntanlega hvíla Wayne Rooney í seinni undanúrslitaleiknum á móti Schalke á Old Trafford í kvöld og gefa Dimitar Berbatov tækifæri í byrjunarliðinu. Tölfræði Búlgarans í Evrópukeppni er hinsvegar ekki glæsileg undanfarin tæp þrjú tímabil.

Þórsarar keyrðu heim: Vont en það venst

Pepsi-deildar lið Þórs var ekki komið heim fyrr en 4 í nótt eftir leik liðsins gegn Víkingi. Liðið varð að keyra heim með rútu og þetta var ekki síðasta rútuferð liðsins í sumar.

United hækkar miðaverðið en ekki eins mikið og Arsenal

Manchester United fetaði í fótspor Arsenal í dag og tilkynnti að félagið ætlaði að hækka miðaverð á Old Trafford á næsta tímabili. Félögin kenna verðbólgu og skattahækkun um þessa hækkun sem kemur sér ekki vel fyrir enska fótboltaáhugamenn í versnandi efnahagsástandi í Englandi.

Áhorfendametið í Krikanum á 19 ára afmæli í dag

FH-ingar vonast til þess að slá áhorfendametið í Kaplakrikanum þegar fjórði úrslitaleikur FH og Akureyrar fer þar fram í kvöld. FH-ingar eru 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þessum leik sem hefst klukkan 19.30.

Glock: Ein besta og erfiðasta brautin í Tyrklandi

Virgin liðið í Bretlandi sem er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi mætir með verulega endurbættan bíl hvað yfirbygginguna varðar fyrir Þjóðverjann Timo Glock í mótið í Tyrklandi um helgina. Belginn Jerome d'Ambrosio verður hinsvegar að bíða til mótsins á Spáni til að fá samskonar útfærslu af Virgin bílnum.

Manchester City vill fá 50 milljónir punda fyrir Tevez

Það stefnir allt í það að Carlos Tevez fari frá Manchester City liðinu í sumar þrátt fyrir að hann eigi þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. City-menn vilja frá 50 milljónir punda fyrir argentínska framherjann.

Trulli vill komast skör ofar með Lotus

Lotus Formúlu 1 liðið mætir til keppni í Tyrklandi um helgina, en fyrstu æfingar keppnisliða á Istanbúl Park brautinni eru á föstudaginn. Sama fyrirtæki, Lotus Enterprise og á Lotus liðið tilkynnti í síðustu viku að það hefði keypt Caterham Cars sportbílafyritækið breska, sem er sögufrægt merki.

Sjá næstu 50 fréttir