Fleiri fréttir

Gomes: Peningar eru ekki allt

Eyðslukolkrabbi Manchester City hefur verið með alla arma úti í sumar og krækt í hvern leikmanninn á fætur öðrum. En peningar eru ekki allt, það segir allavega markvörðurinn Heurelho Gomes.

Úrslitum hagrætt í leik hjá Arsenal?

Guardian greinir frá því að rannsókn sé hafin í Króatíu á því hvort úrslitum hafi verið hagrætt í leik Dinamo Zagreb og Arsenal fyrir fjórum árum. Arsenal vann leikinn 3-0.

Aron Einar meiddist þegar hann tók innkast

Aron Einar Gunnarsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins ellefu mínútur þegar Coventry gerði 1-1 jafntefli við WBA í æfingaleik í dag. Vöðvi í síðu hans rifnaði þegar hann tók langt innkast.

Níu marka sigur á Ísrael

Strákarnir okkar unnu öruggan sigur á Ísrael á Evrópumóti U20 sem fram fer í Slóvakíu. Ísland vann 40-31.

Gerðu það sem þér finnst rétt

„Ég myndi segja honum að gera það sem honum sjálfum finnst rétt að gera. Þetta er mjög persónuleg val og ég get ekki ráðlagt honum neitt," sagði Mathieu Flamini þegar hann var spurður að því hvort hann væri með ráð fyrir Cesc Fabregas.

Vettel fremstur í sjöunda skipti á árinu

Þjóðverjinn Sebastian Vettel var fljótastur allra í ´timatökum á Búdapest brautinni í Ungverjalandi í dag. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Mark Webber hjá Red Bull og þeir voru afgerandi fljótastir.

Redknapp ósáttur við tímasetninguna á Ungverjaleiknum

„Getur einhver sagt mér af hverju það er landsleikur í sömu viku og tímabilið hefst?" spyr Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham. Hann er allt annað en sáttur við tímasetninguna á vináttulandsleik Englands og Ungverjalands sem verður þann 11. ágúst næstkomandi.

Arsenal mætir AC Milan í dag

Það er ansi rólegt í íþróttaheiminum þessa helgina. Það verður samt nóg um að vera á heimavelli Arsenal þar sem Emirates-mótið fer fram.

Webber og Vettel lang fljótastir

Ástralinn Mark Webber á Red Bull var með besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Búdapest í morgun og varð tæplega hálfri sekúndu fljótari en Sebatian Vettel á samskonar bíl.

Guðmundur í stærsta starfi handboltaheimsins

Skartgripamógúllinn Jesper Nielsen er eigandi danska ofurliðsins AG København og aðaleigandi þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er yfirmaður íþróttamála hjá báðum félögunum en fyrr á þessu ári var hann ráðinn til AG til að byrja með. Starfssvið hans hefur nú verið stækkað.

King vill fá annað tækifæri

Knattspyrnumaðurinn Marlon King vonast til þess að fá tækifæri til að koma knattspyrnuferli sínum aftur á beinu brautina en hann er nýbúinn að sitja af sér fangelsisdóm.

Garrido kominn til Lazio

Spánverjinn Javier Garrido er farinn frá Manchester City eftir þriggja ára dvöl hjá félaginu. Hann gekk í dag í raðir Lazio á Ítalíu.

Wigan fékk varnarmann frá Twente

Varnarmaðurinn Ronnie Stam er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan frá hollensku meisturunum í FC Twente. Talið er að kaupverðið nemi um tveimur milljónum punda.

Real Madrid hefur enn áhuga á Maicon

Forráðamenn Real Madrid segjast enn hafa áhuga á að fá Brasilíumanninn Maicon í raðir félagsins frá Inter á Ítalíu. Maicon var þrefaldur meistari með Inter á síðasta tímabili og var svo valinn í lið mótsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Steinþór Freyr til Örgryte

Steinþór Freyr Þorsteinsson skrifaði í dag undir tveggja og hálfs árs samning við sænska B-deildarfélagið Örgryte í Gautaborg.

Helga Margrét hætti keppni

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að hætta keppni í sjöþraut á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Barcelona.

Þorsteinn í 26. sæti í langstökki

Þorsteinn Ingvarsson komst ekki áfram í úrslit í langstökki karla á EM í frjálsum íþróttum í Barcelona. Hann varð í 26. sæti af 29 keppendum í undanúrslitunum í dag.

Anelka kærir L´Equipe dagblaðið

Frakkinn Nicolas Anelka hefur kært franska dagblaðið L´Equipe. Ástæðan eru nákvæmar lýsingar blaðsins á rifrildi hans við þáverandi landsliðsþjálfara, Raymond Domenech.

Garðar kominn í Stjörnuna

Garðar Jóhannsson er aftur genginn í raðir Stjörnunnar en gengið verður frá félagaskiptum hans í dag.

KR kallar aftur í Dofra vegna brotthvarfs Gunnars

KR hefur kallað Dofra Snorrason til baka úr láni frá Víkingum. Dofri stóð sig vel með KR á undirbúningstímabilinu en reikn amá með því að það að hann sé fenginn aftur vegna þess að Gunnar Kristjánsson er farinn til FH.

Alonso stakk sér á milli Vettel og Webber

Spánverjinn Fernando Alonso náði að standa upp í hárinu á Sebatian Vettel og Mark Webber á seinni æfingu keppnisliða í Búdapest í dag. Hann varð tæpri hálfri sekúndu á eftir Vettel og Webber tæoum 9.9 á eftir Vettel.

Sjá næstu 50 fréttir