Fleiri fréttir

Helga hljóp á 14.95 í fyrstu þraut af sjö

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hóf keppni í sjöþraut á Evrópumótinu í Barcelona í dag. Helga var að ljúka við að hlaupa 100 metra grindahlaup sem hún gerði á 14,95 sekúndum og fékk hún 848 stig fyrir það.

Frábært mark Jóhanns Berg - myndband

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði magnað mark fyrir AZ Alkmaar í undankeppni Evrópudeildar UEFA í gær. AZ vann leikinn gegn Íslendingaliðinu IFK Gautaborg 2-0.

Stórsigur KR á Fram - myndasyrpa

KR tryggði sér sæti í úrslitaleik VISA-bikarkeppni karla með 4-0 stórsigri á Fram í undanúrslitum í gær. Íslandsmeistarar FH bíða í úrslitaleiknum sem fer fram 14. ágúst.

Ronaldinho meiddist á æfingu

Útlit er fyrir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho verði frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á æfingu með AC Milan í gær.

Rúrik skoraði fyrir OB

OB vann í kvöld 5-3 sigur á bosníska liðinu Zrinjski í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.

Ráðning Hughes staðfest

Fulham hefur staðfest ráðningu Mark Hughes sem knattspyrnustjóra liðsins en hann skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið.

David N'Gog tryggði Liverpool sigur

David N'Gog skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri á FK Rabotnicki í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildar UEFA.

Van Gaal vill fá Dzeko til Bayern

Louis van Gaal vill fá Bosníumanninn Edin Dzeko í raðir Bayern München og er tilbúinn að láta þá Mario Gomez og Anatoliy Tymoshchuk í skiptum. Þessu heldur þýska blaðið Kicker fram í dag.

Ásdís varð í tíunda sæti

Ásdís Hjálmsdóttir varð í tíunda sæti í úrslitum spjótkastkeppni kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Barcelona.

Öruggur sigur í fyrsta leik

Ísland vann sigur á Slóvakíu, 32-26, í fyrsta leik á EM U-20 liða í handbolta en mótið fer fram í Slóvakíu.

Það mætti halda að Lionel Messi væri að koma til Olympiakos - myndband

Stuðningsmenn gríska liðsins Olympiakos tók vel á móti nýja liðsmanninum sínum á dögunum og reyndar það vel að það mætti halda að Lionel Messi eða annar eins knattspyrnusnillingur væri að koma liðinu til bjargar við að endurheimta meistaratitilinn frá erkifjendunum.

Íslenskt lið með á Evrópumeistaramótinu í áströlskum fótbolta

Íslenska landsliðið í áströlskum fótbolta tekur um næstu helgi þátt í sínu fyrsta evrópumeistaramóti í íþróttinni í Danmörku og Svíþjóð. Mótið stendur yfir dagana 1.-7. ágúst og mun íslenska liðið leika í riðli með heimamönnum Danmörk, Finnlandi og Englandi.

Alonso hugsar ekki um dómaramálið

Fernando Alonso segist ekki láta fjölmiðlaumræðuna um mótið á Hockenheim á dögunum trufla sig og hann og Ferrari verði að gæta þess að hufa hugann við verkefnið framundan. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina.

KR-ingar hafa verið betri en Framarar í vítakeppnum

KR og Fram mætast í kvöld í seinni undanúrslitaleiknum í VISA-bikar karla en leikurinn fer fram á KR-velli og hefst klukkan 19.15. Sigurvegari leiksins mætir FH í bikaúrslitaleiknum 14. ágúst næstkomandi.

Fyrrum NBA-leikmaður fannst myrtur

Fyrrum leikmaður í NBA-deildinni, Lorenzen Wright, fannst látinn í nótt. Hans var saknað í tíu daga en talið er að hann hafi verið myrtur.

Mark Hughes tekur við Fulham

Mark Hughes verður næsti knattspyrnustjóri Fulham. Hann tekur við af Roy Hodgson sem fór til Liverpool í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir