Guðmundur í stærsta starfi handboltaheimsins Hjalti Þór Hreinsson skrifar 31. júlí 2010 10:00 Fréttablaðið/Diener Skartgripamógúllinn Jesper Nielsen er eigandi danska ofurliðsins AG København og aðaleigandi þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er yfirmaður íþróttamála hjá báðum félögunum en fyrr á þessu ári var hann ráðinn til AG til að byrja með. Starfssvið hans hefur nú verið stækkað. Íþróttastjórastarfið hjá AG var einstakt í handboltanum og að vera með sama titil hjá einu allra besta liði Þýskalands gerir það enn stærra. Störfin gerast vart stærri í handboltaheiminum en annar Íslendingur, Alfreð Gíslason, stýrir Kiel sem er líklega stærsta þjálfarastarf handboltaheimsins. „Ég er að vinna með Jesper fyrir bæði félögin en það er mikið samstarf á milli þeirra. Ég sinni ýmsum verkefnum hjá Rhein-Neckar Löwen sem snúa að íþróttalegu hliðinni hjá félaginu. Þar á meðal eru leikmannamál og ég vinn að því að finna leikmenn fyrir félögin," segir Guðmundur. Hann segir að þrátt fyrir að hann sé að vinna fyrir tvö félög séu engir hagsmunaárekstrar í starfinu. „Þetta fer mjög vel saman. Þetta skarast ekkert og það er ekkert erfitt að velja hvaða leikmenn fara hvert ef ég finn einhvern," segir Guðmundur og bætir við að hugsanlega sé hægt að flytja leikmenn á milli félaganna. „Það er möguleiki á því ef þörf er á en það yrði sameiginleg ákvörðun á milli okkar og þjálfaranna, auk þess sem það þyrfti að gera í félagaskiptaglugganum og eftir öllum reglum." Sem dæmi um samstarfið á milli félaganna eru þau nú bæði með liðin á Spáni í sameiginlegum æfingabúðum. Liðin spila æfingaleik í dag og hafa ráðið Claes Hellgren sem markmannsþjálfara fyrir bæði félögin. Guðmundur verður áfram búsettur í Kaupmannahöfn en hann kemur til með að ferðast mikið til Þýskalands. Um einn og hálfur tími í flugi er til Heidelberg þar sem hans önnur bækistöð verður. Guðmundur er einnig ánægður með hversu vel starfið fellur að hinu starfi hans, sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þar sem ég vinn mikið í Danmörku og Þýskalandi fæ ég tækifæri til að sjá mikið af leikjum hjá Íslendingunum. Starf mitt felst að hluta til í því að horfa á leiki og greina þá. Auk þess eru auðvitað íslenskir landsliðsmenn hjá báðum félögum," segir Guðmundur sem nýtur svo liðsinnis Óskars Bjarna Óskarssonar með leikmenn heima á Íslandi. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson eru á mála hjá Rhein-Neckar Löwen og Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson hjá AG. Sá síðastnefndi kom einmitt til liðsins frá Löwen. Guðmundur hefur þegar fengið Ólaf Guðmundsson til AG frá FH þar sem hann verður í láni á næsta tímabili. Guðmundur útilokar ekki að fleiri íslenskir leikmenn komi til félaganna. Guðmundur fær fullan stuðning til að halda áfram með íslenska landsliðið. „Þetta starf gerir það að verkum að ég kem enn ferskari inn í störf fyrir landsliðið. Ef ég væri aðalþjálfari hjá stóru félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfinu væri ég kannski þreyttari. Það verður ekki uppi á teningnum og þetta verður engin kvöð. Ég get fengið mína útrás fyrir þjálfun með landsliðinu sem ég bíð spenntur eftir að gera." Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Skartgripamógúllinn Jesper Nielsen er eigandi danska ofurliðsins AG København og aðaleigandi þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er yfirmaður íþróttamála hjá báðum félögunum en fyrr á þessu ári var hann ráðinn til AG til að byrja með. Starfssvið hans hefur nú verið stækkað. Íþróttastjórastarfið hjá AG var einstakt í handboltanum og að vera með sama titil hjá einu allra besta liði Þýskalands gerir það enn stærra. Störfin gerast vart stærri í handboltaheiminum en annar Íslendingur, Alfreð Gíslason, stýrir Kiel sem er líklega stærsta þjálfarastarf handboltaheimsins. „Ég er að vinna með Jesper fyrir bæði félögin en það er mikið samstarf á milli þeirra. Ég sinni ýmsum verkefnum hjá Rhein-Neckar Löwen sem snúa að íþróttalegu hliðinni hjá félaginu. Þar á meðal eru leikmannamál og ég vinn að því að finna leikmenn fyrir félögin," segir Guðmundur. Hann segir að þrátt fyrir að hann sé að vinna fyrir tvö félög séu engir hagsmunaárekstrar í starfinu. „Þetta fer mjög vel saman. Þetta skarast ekkert og það er ekkert erfitt að velja hvaða leikmenn fara hvert ef ég finn einhvern," segir Guðmundur og bætir við að hugsanlega sé hægt að flytja leikmenn á milli félaganna. „Það er möguleiki á því ef þörf er á en það yrði sameiginleg ákvörðun á milli okkar og þjálfaranna, auk þess sem það þyrfti að gera í félagaskiptaglugganum og eftir öllum reglum." Sem dæmi um samstarfið á milli félaganna eru þau nú bæði með liðin á Spáni í sameiginlegum æfingabúðum. Liðin spila æfingaleik í dag og hafa ráðið Claes Hellgren sem markmannsþjálfara fyrir bæði félögin. Guðmundur verður áfram búsettur í Kaupmannahöfn en hann kemur til með að ferðast mikið til Þýskalands. Um einn og hálfur tími í flugi er til Heidelberg þar sem hans önnur bækistöð verður. Guðmundur er einnig ánægður með hversu vel starfið fellur að hinu starfi hans, sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þar sem ég vinn mikið í Danmörku og Þýskalandi fæ ég tækifæri til að sjá mikið af leikjum hjá Íslendingunum. Starf mitt felst að hluta til í því að horfa á leiki og greina þá. Auk þess eru auðvitað íslenskir landsliðsmenn hjá báðum félögum," segir Guðmundur sem nýtur svo liðsinnis Óskars Bjarna Óskarssonar með leikmenn heima á Íslandi. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson eru á mála hjá Rhein-Neckar Löwen og Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson hjá AG. Sá síðastnefndi kom einmitt til liðsins frá Löwen. Guðmundur hefur þegar fengið Ólaf Guðmundsson til AG frá FH þar sem hann verður í láni á næsta tímabili. Guðmundur útilokar ekki að fleiri íslenskir leikmenn komi til félaganna. Guðmundur fær fullan stuðning til að halda áfram með íslenska landsliðið. „Þetta starf gerir það að verkum að ég kem enn ferskari inn í störf fyrir landsliðið. Ef ég væri aðalþjálfari hjá stóru félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfinu væri ég kannski þreyttari. Það verður ekki uppi á teningnum og þetta verður engin kvöð. Ég get fengið mína útrás fyrir þjálfun með landsliðinu sem ég bíð spenntur eftir að gera."
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira