Enski boltinn

King vill fá annað tækifæri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marlon King.
Marlon King. Nordic Photos / AFP

Knattspyrnumaðurinn Marlon King vonast til þess að fá tækifæri til að koma knattspyrnuferli sínum aftur á beinu brautina en hann er nýbúinn að sitja af sér fangelsisdóm.

Dóminn fékk hann fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni gagnvart konu á skemmtistað í London í desember árið 2008.

King var þá á láni hjá Hull City en var samningsbundinn Wigan sem rifti samningi hans skömmu eftir að dómur í málinu féll. Hann vonast nú til þess að annað félag sé reiðubúið að gefa honum tækifæri og bjóða honum samning.

„Ég hef ekki einu sinni leitt hugann að því í hvaða deild ég ætti að spila," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla í dag. „Ég veit vel að ég mun ekki geta labbað inn í hvaða lið sem er. Ég verð að hafa fyrir hlutunum."

„En einhver þarf að gefa mér þetta tækifæri. Ég tel mig geta sinnt mínu hlutverki inn á vellinum og haldið mér á mottunni utan hans."

Hann sagði einnig að hann þyrfti ekki að lofa knattspyrnustjóra því að hann muni haga sér - fjölskylda hans sér um það.

„Ef ég lendi í vandræðum þá mun ég bregðast fjölskyldu minni. Ég myndi bregðast fullt af fólki. Mín vegna mætti setja inn klásúlu í samninginn minn um hegðunarvandræði því ég mun svona lagað mun aldrei henda mig aftur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×