Enski boltinn

Gomes: Peningar eru ekki allt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gomes er með hlutina á hreinu.
Gomes er með hlutina á hreinu.

Eyðslukolkrabbi Manchester City hefur verið með alla arma úti í sumar og krækt í hvern leikmanninn á fætur öðrum. En peningar eru ekki allt, það segir allavega markvörðurinn Heurelho Gomes.

„Þú vinnur ekki titla bara á því að hafa stór nöfn í liðinu," segir Gomes sem ver markið hjá Tottenham.

„Titlar eru unnir af liðum... ekki stórum nöfnum. City hefur mörg stór nöfn í sínum röðum en á síðasta tímabili voru margir að leika langt undir getu. Ef liðið nær saman verður það frábært en það gæti tekið tíma að finna taktinn."

City missti af sæti í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og er staðráðið í því að láta það ekki endurtaka sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×