Enski boltinn

Arsenal mætir AC Milan í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cesc Fabregas hefur verið ansi mikið í umræðunni í sumar enda orðaður við Barcelona.
Cesc Fabregas hefur verið ansi mikið í umræðunni í sumar enda orðaður við Barcelona.

Það er ansi rólegt í íþróttaheiminum þessa helgina. Það verður samt nóg um að vera á heimavelli Arsenal þar sem Emirates-mótið fer fram.

Leikirnir á þessu æfingamóti verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 13 verður flautað til leiks hjá skoska liðinu Glasgow Celtic og Lyon frá Frakklandi.

Það verður síðan stór-æfingaleikur klukkan 15:20 þegar Arsenal tekur á móti AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×