Enski boltinn

Aron Einar meiddist þegar hann tók innkast

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aron Einar vonast til að ná landsleiknum við Liechtenstein.
Aron Einar vonast til að ná landsleiknum við Liechtenstein.

Aron Einar Gunnarsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins ellefu mínútur þegar Coventry gerði 1-1 jafntefli við WBA í æfingaleik í dag. Vöðvi í síðu hans rifnaði þegar hann tók langt innkast.

„Ég heyrði eitthvað klikk í bakinu og ætlaði nú bara að halda áfram en svo hné ég bara niður. Þetta var það mikill sársauki. Ég hélt fyrst að þetta gæti verið alvarlegt en þetta eru ekki nema ein til tvær vikur," sagði Aron í viðtali við Fótbolta.net.

Hann vonast til að vera klár í slaginn þegar Ísland mætir Liechtenstein þann 14. ágúst. Smelltu hér til að sjá viðtal Fótbolta.net við Aron Einar eftir leikinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×