Enski boltinn

Juventus segir Liverpool vilja Poulsen

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Poulsen í leik með Dönum á HM.
Poulsen í leik með Dönum á HM. AFP
Framkvæmdastjóri Juventus segir að Liverpool hafi sýnt danska miðjumanninum Christian Paulsen áhuga.

Liverpool vantar miðjumann ef Javier Mascherano fer frá félaginu eins og allt útlit er fyrir.

Poulsen er þrítugur og spilaði ekki með liðinu gegn Shamrock Rovers í Evrópudeildinni í gær.

Poulsen leikur sem varnarsinnaður miðjumaður og er frjálst að fara frá Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×