Enski boltinn

Ívar Ingimarsson missir af byrjun tímabilsins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Ívar Ingimarsson missir af byrjun tímabilsins með Reading. Fyrirliðinn er meiddur á hásin og verður frá í nokkrar vikur.

"Ég er enn bara að æfa með læknaliðinu en mér líður mjög vel," segir Ívar sem hefur ekki spilað síðan í mars.

"Ég er alltaf að bæta við æfingarnar og þetta er allt að koma."

Ívar bætti við að Reading ætti ágæta möguleika á því að komast upp úr ensku Championship deildinni og upp í úrvalsdeildina á nýjan leik.

"Ef við spilum vel og leikum sem ein heild ættum við að eiga góða möguleika," segir Ívar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×