Enski boltinn

Fjölskyldumaðurinn David James samdi við Bristol City

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
James með Hermanni Hreiðarssyni í leik með Portsmouth.
James með Hermanni Hreiðarssyni í leik með Portsmouth. AFP
David James hefur ákveðið að spila með Bristol City á næstu leiktíð í ensku Championship deildinni. Hann var með frjálsan samning hjá Portsmouth.

Markmaðurinn er orðinn fertugur en hann gerði eins árs samning með möguleika á framlengingu í eitt ár til viðbótar.

"Ég hefði viljað spila áfram í úrvalsdeildinni en það er mikilvægara að ég spili hjá réttum klúbbi og verði áfram fjölskyldumaðurinn sem ég er," sagði James sem býr rétt hjá Bristol og hafði lítinn áhuga á að flytja.

Hann spilaði með Englandi á HM og var einnig í viðræðum við Celtic í Skotlandi.

Bristol ætlar sér stóra hluti í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×