Fótbolti

Anelka kærir L´Equipe dagblaðið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Frakkinn Nicolas Anelka hefur kært franska dagblaðið L´Equipe. Ástæðan eru nákvæmar lýsingar blaðsins á rifrildi hans við þáverandi landsliðsþjálfara, Raymond Domenech.

Anelka var rekinn heim eftir rifrildið og frétt dagblaðsins sem vitnaði í orð Anelka þvert yfir forsíðuna með áberandi hætti. Anelka vill meina að ekki sé rétt haft eftir sér.

Blaðið sagði á heimasíðu sinni í dag að málið yrði tekið fyrir í haust og þar myndi það verjast með kjafti og klóm. Það ætlar að kalla til vitni í málinu sem voru á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×