Enski boltinn

Beckham sá Chamakh skora sitt fyrsta mark á Emirates

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sóknarmaðurinn Chamakh fagnar marki sínu.
Sóknarmaðurinn Chamakh fagnar marki sínu.

Báðir leikir dagsins á Emirates mótinu enduðu með jafntefli. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 1-1 en þar var David Beckham meðal áhorfenda ásamt sonum sínum.

Marouane Chamakh sem gekk til liðs við Arsenal í sumar frá Bordeaux skoraði sitt fyrsta mark á Emirates leikvangnum og kom enska liðinu yfir. Mílanóliðið jafnaði í þeim síðari en það mark gerði Brasilíumaðurinn Alexandre Pato með skalla.

Fyrr í dag gerðu Glasgow Celtic og Lyon jafntefli 2-2. Franska liðið náði tveggja marka forystu en Celtic jafnaði með góðum lokaspretti.

Michel Bastos og Harry Novillo skoruðu mörk Lyon en Gary Hooper og Georgios Samaras jöfnuðu fyrir Celtic. Mark Samaras kom á 89. mínútu.

Á morgun mætast AC Milan og Lyon klukkan 13 og klukkan 15:20 verður flautað til leiks Arsenal og Celtic. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×