Enski boltinn

Úrslitum hagrætt í leik hjá Arsenal?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wenger á engan hlut að máli.
Wenger á engan hlut að máli.

Guardian greinir frá því að rannsókn sé hafin í Króatíu á því hvort úrslitum hafi verið hagrætt í leik Dinamo Zagreb og Arsenal fyrir fjórum árum. Arsenal vann leikinn 3-0.

Það er þó enginn grunur um það að nokkur sem tengist Arsenal hafi átt þátt að máli. Sérstakur rannsóknarhópur í Króatíu skoðar leiki þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt í tengslum við veðmálastarfssemi.

„Við höfum verið að rannsaka ýmsa leiki en ég get ekki gefið upp hvaða leikir það eru. Við höfum verið í góðu samstarfi við lögregluna, bæði hér í Króatíu og einnig í Þýskalandi," segir Vuk Djuricic, talsmaður nefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×