Enski boltinn

Tap hjá Man Utd - Hernandez skoraði gegn samherjum sínum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Javier Hernandez.
Javier Hernandez.

Manchester United tapaði í nótt 3-2 fyrir Chivas Guadalajara í æfingaleik í Mexíkó. Þetta var í fyrsta sinn sem United leikur í Mexíkó.

Chivas er uppeldisfélag Javier Hernandez sem gekk í raðir Manchester United í lok síðasta tímabils. Hernandez lék fyrri hálfleikinn með Chivas í þessum æfingaleik og kom liðinu yfir eftir aðeins átta mínútna leik með skoti fyrir utan teig.

Smelltu hér til að sjá mark hans.

Forysta mexíkóska liðsins hélst ekki lengi því Chris Smalling jafnaði tveimur mínútum síðar. Hinn geðþekki Adolfo Bautista kom Chivas aftur yfir á 38. mínútu og Hector Reynoso skoraði þriðja markið rétt fyrir hálfleik.

Portúgalinn Nani minnkaði svo muninn í 3-2 í seinni hálfleik og urðu það lokatölur leiksins sem fram fór á nývígðum glæsilegum leikvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×