Enski boltinn

Æfingaleikir - Tim Cahill með þrennu fyrir Everton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ástralinn Tim Cahill var í stuði fyrir Everton gegn Norwich og náði að setja þrennu í leiknum.
Ástralinn Tim Cahill var í stuði fyrir Everton gegn Norwich og náði að setja þrennu í leiknum.

Tim Cahill fór á kostum með Everton í dag og skoraði þrennu í æfingaleik gegn Norwich á Carrow Road. Leikurinn endaði með 4-2 sigri Everton.

Everton var með tveggja marka forystu í hálfleik en Norwich náði að jafna með mörkum Andrew Crofts og Andrew Surman. Diniyar Bilyaletdinov endurheimti forystuna fyrir Everton áður en Cahill innsiglaði þrennu sína.

Fraizer Campbell hefur verið sjóðheitur á undirbúningstímabilinu en hann skoraði annað mark Sunderland í 2-1 sigri gegn Leicester. Jordan Henderson skoraði hitt mark Sunderland en fyrir Leicester skoraði Andy King.

Newcastle lenti tveimur mörkum undir gegn PSV Eindhoven en kom til baka og úrslitin 2-2. Ola Toivonen og Balazs Dzsudzsak skoruðu fyrir PSV en þeir Ryan Taylor og Leon Best svöruðu fyrir Newcastle.

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay kom Stoke yfir gegn Burnley en Graham Alexander, fyrirliði Burnley, jafnaði úr vítaspyrnu. Michael Tonge skoraði svo sigurmarkið með langskoti, 2-1 fyrir Stoke.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×