Fleiri fréttir Al Fahim staðfestir yfirtöku sína á Portsmouth „Fjárfestingarfélagið Al Fahmin Asia Associates Ltd., sem er í eigu Sulaiman Al Fahim, er nú orðið eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth. Al Fahim hlakkar til þess að hjálpa Portsmouth viðhalda ríkri sögu félagsins og ná nýjum hæðum í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. 26.8.2009 14:30 Haye mætir Valuev eftir allt saman Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að Bretinn David Haye fái loks tækifæri á að verða heimsmeistari í þungavigt eftir að endanlega hefur verið staðfest að hann muni mæta rússneska risanum Nikolai Valuev í bardaga um WBA-þungavigtartitilinn í byrjun nóvember. 26.8.2009 14:00 Aston Villa sagt nálægt því að fá Dunne - óvissa með Warnock Fastlega var búist við því að Richard Dunne myndi færa sig um set frá Manchester City eftir að Joleon Lescott gekk formlega í raðir félagsins og samkvæmt breskum fjölmiðlum er írski landsliðsmaðurinn nálægt því að ganga í raðir Aston Villa á 6 milljónir punda. 26.8.2009 13:30 Lescott stefnir á topp fjögur sæti með City Varnarmaðurinn Joleon Lescott var kynntur sem nýr leikmaður Manchester City á blaðamannafundi í morgun eftir að gengið var frá félagsskiptum kappans frá Everton seint í gærkvöld. 26.8.2009 13:00 Hilmar Þór á leið til TuS Ferndorf Handknattleiksmarkvörðurinn Hilmar Þór Guðmundsson hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska 3. deildarfélagið TuS Ferdorf um að leika með liðinu á næsta tímabili en frá þessu er greint á heimasíðu FH. 26.8.2009 12:30 Edda alltaf að grínast og geifla sig utan vallar Það er allt annað en auðvelt að ná alvarlegri mynd af landsliðskonunni Eddu Garðarsdóttur hér á EM í Finnlandi því Edda er alltaf tilbúin í að grínast og geifla sig. Það er búið að taka ófáar myndir af Eddu í ferðinni en það hefur ekki gerst oft að hún sé þá ekki búinn að setja upp einhvern skemmtilegan svip. 26.8.2009 12:00 Ólátabelgirnir á Upton Park eiga yfir höfði sér lífstíðarbann „Þessi hegðun verður ekki liðin. Þetta er forkastanlegt og við þurfum að rannsaka málið vel áður en hæfileg refsing verður tekin upp,“ segir Adrian Bevington, stjórnarmaður enska knattspyrnusambandsins, í samtali við Sky Sports fréttastofuna um ólæti innan vallar sem utan þegar erkifjendurnir West Ham og Millwall áttust við í 2. umferð enska deildarbikarsins. 26.8.2009 11:30 Stelpurnar fengu að eyða tíma með fjölskyldum sínum í gær Íslenska kvennalandsliðið eyddi gærdeginum í að komast yfir Frakkaleikinn, bæði andlega og líkamlega. Eftir vel heppnaða endurheimt, góðan liðsfund og létta æfingu var síðan frjáls tími í gærkvöldi. 26.8.2009 11:00 Fyrirhugaður bardagi Haye og Valuev af dagskrá? Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir Bretann David Haye, fyrrum heimsmeistara í cruiserweight-þyngdarflokknum, að næla sér í beltabardaga eftir að hann færði sig upp í þungavigtarflokk. 26.8.2009 10:30 Kvennalandsliðið flutti sig yfir til Lahti í dag Íslenska kvennalandsliðið pakkaði saman dótinu sínu í morgun og flutti sig yfir til Lahti þar sem leikur liðsins á móti Noregi fer fram á morgun. Liðið gistir í Lahti í tvær nætur en snýr síðan aftur á hótelið sitt í Tampere á föstudaginn. 26.8.2009 10:00 Ívar: Reading getur enn komist upp í úrvalsdeildina Búist er við því að varnarmaðurinn Ívar Ingimarsson verði leikfær að nýju með Reading um miðjan september en félagið hefur farið vægast sagt illa af stað á þessu keppnistímabili í ensku b-deildinni. 26.8.2009 09:30 Sviptingar framundan á ökumannsmarkaðnum Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs. 26.8.2009 09:23 Eiður Smári orðaður við West Ham ásamt fleirum Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að fá einn til tvo nýja framherja til Lundúnafélagsins áður en félagsskiptaglugganum lokar 1. september næstkomandi. 26.8.2009 09:00 Lescott genginn í raðir City Joleon Lescott er genginn til liðs við Manchester City en hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið í kvöld. 25.8.2009 23:40 Vissi ekki að ég hefði skotið mig fyrr en ég sá blóðið Útherjinn sterki, Plaxico Burress, er á leið í tveggja ára fangelsi. Hann gaf sitt fyrsta viðtal í langan tíma eftir fangelsisdóminn þar sem hann ræðir málið. 25.8.2009 23:30 Beasley horfinn í meðferð Michael Beasley, leikmaður Miami Heat, er farinn í meðferð í Houston en málið er allt afar undarlegt. 25.8.2009 22:45 Ferdinand ætlar að ná leiknum gegn Tottenham Rio Ferdinand hefur sett sér það markmið að vera orðinn góður af meiðslum sínum fyrir leik Manchester United gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þann 12. september næstkomandi. 25.8.2009 22:24 Öll úrvalsdeildarliðin áfram Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. 25.8.2009 21:33 Atletico Madrid og Lyon áfram Fimm leikir fóru fram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og komust fimm lið áfram í riðlakeppnina. 25.8.2009 20:53 Óeirðir brutust út á leik West Ham og Millwall Einn maður var stunginn og minnst tveir voru handteknir er óeirðir brutust út í tengslum við leik West Ham og Millwall í ensku deildabikarkeppninni í kvöld. 25.8.2009 20:30 Ekkert verður af því að Sneijder fari til Inter Sagan endalausa um það hvort Hollendingurinn Wesley Sneijder fari til Inter eður ei virðist hafa tekið enda. Hann er víst ekki á förum til Mílanóborgar eftir allt saman. 25.8.2009 20:00 Ítalir og Svíar á sigurbraut Tveir leikir fóru fram í C-riðli á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem fer fram í Finnlandi. Ítalía vann 2-1 sigur á Englandi og Svíar fóru illa með Rússa, 3-0. 25.8.2009 19:54 Læknir kvennalandsliðsins sá um byrjunarliðið á æfingu í dag Reynir Björn Björnsson, læknir, sá algjörlega um byrjunarliðið, á æfingu íslenska kvennalandsliðsins í dag. Þær sem byrjuðu á móti Frökkum tóku ekki þátt í sjálfri æfingunni en hlupu þess í stað og gerðu æfingar með Reyni annarsstaðar á vellinum. 25.8.2009 19:30 Ármann Smári samdi við Hartlepool Ármann Smári Björnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska C-deildarliðið Hartlepool til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu liðsins. 25.8.2009 19:12 Erla Steina kallaði fram fyrsta brosið eftir Frakkaleikinn Söngur og dans frá Erlu Steinu Arnardóttur í fullum Tinu Turner skrúða átti mikinn þátt í því að kvennalandsliðið náði að rífa sig upp úr vonbrigðum Frakkaleiksins en liðið var enn mjög langt niðri í morgun eftir svekkjandi tap í gærkvöldi. 25.8.2009 18:45 Duttu í lukkupottinn og fengu eiginhandaráritanir hjá stelpunum Þrjár ungar knattspyrnukonur fengu að fylgjast með æfingu kvennalandsliðsins í dag en þær spila allar fótbolta og eru í Finnlandi ásamt mæðrum sínum sem síðan léku allar saman hjá Val. Þær voru að sjálfsögðu meðal áhorfenda þegar íslenska landsliðið mætti Frökkum í gær. 25.8.2009 18:15 Guðrún Sóley hvíldi í dag - Reynir þurfti að hefta hausinn í miðjum leik Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins, tók ekki þátt í æfingu dagsins en hún er að jafna sig eftir að hafa fengið gat á hausinn í leiknum á móti Frökkum. Guðrún lét það þó ekki stoppa sig og kláraði leikinn á meðan að franska stelpan fór strax útaf. 25.8.2009 17:30 Múslimar brjálaðir út í Mourinho Múslimar á Ítalíu er vægt til orða brjálaðir út í Jose Mourinho, þjálfari Inter, vegna ummæla sem hann lét falla um leikmann sinn, Sulley Muntari. 25.8.2009 16:45 Donaghy aftur hent í steininn Körfuboltadómarinn Tim Donaghy á erfitt með að halda sig réttu megin við lögin því það er aftur búið að kasta honum í steininn. 25.8.2009 16:15 Sol samdi til fimm ára við Notts County Sol Campbell skrifaði nú síðdegis undir fimm ára við D-deildarliðið Notts County sem Sven-Göran Eriksson er að byggja upp þessa dagana. 25.8.2009 16:08 Everton kaupir rússneskan landsliðsmann Everton hefur gengið frá kaupum á rússneska landsliðsmanninum Diniyar Bilyaletdinov frá Lokomotiv Moskva. Kaupverð var ekki gefið upp. 25.8.2009 15:30 O´Neill ósáttur við stuðningsmenn Villa Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, heldur áfram í stríði sínu gegn stuðningsmönnum Aston Villa en hann var byrjaður að rífast við þá á síðustu leiktíð. 25.8.2009 15:00 Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25.8.2009 14:24 Diamanti á leið til West Ham Forseti ítalska félagsins Livorno greindi frá því í dag að West Ham væri við það að kaupa Alessandri Diamanti af félaginu. 25.8.2009 13:45 Villa vill fá Distin Sky-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Aston Villa hafi gert tilboð í varnarmann Portsmouth, Sylvain Distin. 25.8.2009 13:15 Campbell á leið til Sven Görans Endurreisn Notts County undir stjórn Svíans Sven-Göran Eriksson er hafin. Í dag mun félagið væntanlega tilkynna um komu Sol Campbell, fyrrum landsliðsmanns Englands. 25.8.2009 12:30 Arshavin ánægður með nýja leikkerfið Rússinn Andrey Arshavin er ánægður með þær breytingar sem Arsene Wenger hefur gert á leik Arsenal. Wenger er hættur að spila 4-4-2 og hefur skipt í 4-3-3 og það hefur reynst vel í upphafi tímabils. 25.8.2009 12:00 Hjaltalín mætti á leikinn gegn Frökkum og var allt í öllu í stúkunni Meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Hjaltlín voru í aðalhlutverki meðal íslensku áhorfendanna á leiknum á móti Frökkum í gær. Hjaltalín hélt vel heppnaða tónleika á sunnudagskvöldið í Tampere og hljómsveitin mætti síðan á leikinn í treyjunum sem íslensku stelpurnar gáfu þeim á æfingu fyrir brottförina til Finnlands. 25.8.2009 11:30 Hægt að fylgjast með leiknum á risastórum skjá á vellinum Áhorfendur á leikjunum tveimur í EM kvenna í Tampere í gær gátu ekki bara horft á sjálfan leikinn því þeir gátu einnig fylgst með sjónvarpsmyndum á risastórum sjónvarpsskjá í annarri endastúku vallarsins. 25.8.2009 10:45 Semenya fagnað sem þjóðhetju í heimalandinu Suður-Afríkumenn tóku höfðinglega á móti hlaupakonunni Caster Semenya er hún snéri aftur til heimalandsins eftir viðburðaríka dvöl á HM í frjálsum íþróttum í Berlín. 25.8.2009 10:15 Man. City óttast ekki gagnrýnendur Stjórnarformaður Man. City, Khaldoon al-Mubarak, býst við því að félagið muni fá enn meiri gagnrýni á sig þegar félagið verður búið að ganga frá kaupunum á Joleon Lescott. 25.8.2009 10:00 Sigurður Ragnar hætti við æfingu stelpnanna í morgun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hætti við að hafa æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í morgun en hann ætlar greinilega að gefa stelpunum meiri tíma til að sleikja sárin og jafna sig eftir tapleikinn á móti Frökkum í gær. 25.8.2009 09:30 Vidic: Er hamingjusamur hjá United Varnarmaðurinn sterki, Nemanja Vidic, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að hann sé að íhuga að yfirgefa herbúðir Man. Utd. 25.8.2009 09:05 Button verður sókndjafur á Spa Uppáhaldsbraut ökumanna, Spa í Belgíu er á dagskrá um næstu helgi og Jenson Button, forystumaðurinn í stigamótinu telur að hann þurfi að vera sókndjarfari en í síðustu mótum. 25.8.2009 07:04 Katrín: Við vorum ekki nógu þéttar varnarlega Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skildi ekkert í vítaspyrnudómnum sem Frakkarnir skoruðu jöfnunarmark sitt úr í kvöld. Franska liðið fékk síðan annað víti í seinni hálfleik og tryggði sér að lokum 3-1 sigur. 24.8.2009 22:35 Sjá næstu 50 fréttir
Al Fahim staðfestir yfirtöku sína á Portsmouth „Fjárfestingarfélagið Al Fahmin Asia Associates Ltd., sem er í eigu Sulaiman Al Fahim, er nú orðið eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth. Al Fahim hlakkar til þess að hjálpa Portsmouth viðhalda ríkri sögu félagsins og ná nýjum hæðum í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. 26.8.2009 14:30
Haye mætir Valuev eftir allt saman Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að Bretinn David Haye fái loks tækifæri á að verða heimsmeistari í þungavigt eftir að endanlega hefur verið staðfest að hann muni mæta rússneska risanum Nikolai Valuev í bardaga um WBA-þungavigtartitilinn í byrjun nóvember. 26.8.2009 14:00
Aston Villa sagt nálægt því að fá Dunne - óvissa með Warnock Fastlega var búist við því að Richard Dunne myndi færa sig um set frá Manchester City eftir að Joleon Lescott gekk formlega í raðir félagsins og samkvæmt breskum fjölmiðlum er írski landsliðsmaðurinn nálægt því að ganga í raðir Aston Villa á 6 milljónir punda. 26.8.2009 13:30
Lescott stefnir á topp fjögur sæti með City Varnarmaðurinn Joleon Lescott var kynntur sem nýr leikmaður Manchester City á blaðamannafundi í morgun eftir að gengið var frá félagsskiptum kappans frá Everton seint í gærkvöld. 26.8.2009 13:00
Hilmar Þór á leið til TuS Ferndorf Handknattleiksmarkvörðurinn Hilmar Þór Guðmundsson hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska 3. deildarfélagið TuS Ferdorf um að leika með liðinu á næsta tímabili en frá þessu er greint á heimasíðu FH. 26.8.2009 12:30
Edda alltaf að grínast og geifla sig utan vallar Það er allt annað en auðvelt að ná alvarlegri mynd af landsliðskonunni Eddu Garðarsdóttur hér á EM í Finnlandi því Edda er alltaf tilbúin í að grínast og geifla sig. Það er búið að taka ófáar myndir af Eddu í ferðinni en það hefur ekki gerst oft að hún sé þá ekki búinn að setja upp einhvern skemmtilegan svip. 26.8.2009 12:00
Ólátabelgirnir á Upton Park eiga yfir höfði sér lífstíðarbann „Þessi hegðun verður ekki liðin. Þetta er forkastanlegt og við þurfum að rannsaka málið vel áður en hæfileg refsing verður tekin upp,“ segir Adrian Bevington, stjórnarmaður enska knattspyrnusambandsins, í samtali við Sky Sports fréttastofuna um ólæti innan vallar sem utan þegar erkifjendurnir West Ham og Millwall áttust við í 2. umferð enska deildarbikarsins. 26.8.2009 11:30
Stelpurnar fengu að eyða tíma með fjölskyldum sínum í gær Íslenska kvennalandsliðið eyddi gærdeginum í að komast yfir Frakkaleikinn, bæði andlega og líkamlega. Eftir vel heppnaða endurheimt, góðan liðsfund og létta æfingu var síðan frjáls tími í gærkvöldi. 26.8.2009 11:00
Fyrirhugaður bardagi Haye og Valuev af dagskrá? Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir Bretann David Haye, fyrrum heimsmeistara í cruiserweight-þyngdarflokknum, að næla sér í beltabardaga eftir að hann færði sig upp í þungavigtarflokk. 26.8.2009 10:30
Kvennalandsliðið flutti sig yfir til Lahti í dag Íslenska kvennalandsliðið pakkaði saman dótinu sínu í morgun og flutti sig yfir til Lahti þar sem leikur liðsins á móti Noregi fer fram á morgun. Liðið gistir í Lahti í tvær nætur en snýr síðan aftur á hótelið sitt í Tampere á föstudaginn. 26.8.2009 10:00
Ívar: Reading getur enn komist upp í úrvalsdeildina Búist er við því að varnarmaðurinn Ívar Ingimarsson verði leikfær að nýju með Reading um miðjan september en félagið hefur farið vægast sagt illa af stað á þessu keppnistímabili í ensku b-deildinni. 26.8.2009 09:30
Sviptingar framundan á ökumannsmarkaðnum Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs. 26.8.2009 09:23
Eiður Smári orðaður við West Ham ásamt fleirum Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að fá einn til tvo nýja framherja til Lundúnafélagsins áður en félagsskiptaglugganum lokar 1. september næstkomandi. 26.8.2009 09:00
Lescott genginn í raðir City Joleon Lescott er genginn til liðs við Manchester City en hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið í kvöld. 25.8.2009 23:40
Vissi ekki að ég hefði skotið mig fyrr en ég sá blóðið Útherjinn sterki, Plaxico Burress, er á leið í tveggja ára fangelsi. Hann gaf sitt fyrsta viðtal í langan tíma eftir fangelsisdóminn þar sem hann ræðir málið. 25.8.2009 23:30
Beasley horfinn í meðferð Michael Beasley, leikmaður Miami Heat, er farinn í meðferð í Houston en málið er allt afar undarlegt. 25.8.2009 22:45
Ferdinand ætlar að ná leiknum gegn Tottenham Rio Ferdinand hefur sett sér það markmið að vera orðinn góður af meiðslum sínum fyrir leik Manchester United gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þann 12. september næstkomandi. 25.8.2009 22:24
Öll úrvalsdeildarliðin áfram Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. 25.8.2009 21:33
Atletico Madrid og Lyon áfram Fimm leikir fóru fram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og komust fimm lið áfram í riðlakeppnina. 25.8.2009 20:53
Óeirðir brutust út á leik West Ham og Millwall Einn maður var stunginn og minnst tveir voru handteknir er óeirðir brutust út í tengslum við leik West Ham og Millwall í ensku deildabikarkeppninni í kvöld. 25.8.2009 20:30
Ekkert verður af því að Sneijder fari til Inter Sagan endalausa um það hvort Hollendingurinn Wesley Sneijder fari til Inter eður ei virðist hafa tekið enda. Hann er víst ekki á förum til Mílanóborgar eftir allt saman. 25.8.2009 20:00
Ítalir og Svíar á sigurbraut Tveir leikir fóru fram í C-riðli á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem fer fram í Finnlandi. Ítalía vann 2-1 sigur á Englandi og Svíar fóru illa með Rússa, 3-0. 25.8.2009 19:54
Læknir kvennalandsliðsins sá um byrjunarliðið á æfingu í dag Reynir Björn Björnsson, læknir, sá algjörlega um byrjunarliðið, á æfingu íslenska kvennalandsliðsins í dag. Þær sem byrjuðu á móti Frökkum tóku ekki þátt í sjálfri æfingunni en hlupu þess í stað og gerðu æfingar með Reyni annarsstaðar á vellinum. 25.8.2009 19:30
Ármann Smári samdi við Hartlepool Ármann Smári Björnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska C-deildarliðið Hartlepool til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu liðsins. 25.8.2009 19:12
Erla Steina kallaði fram fyrsta brosið eftir Frakkaleikinn Söngur og dans frá Erlu Steinu Arnardóttur í fullum Tinu Turner skrúða átti mikinn þátt í því að kvennalandsliðið náði að rífa sig upp úr vonbrigðum Frakkaleiksins en liðið var enn mjög langt niðri í morgun eftir svekkjandi tap í gærkvöldi. 25.8.2009 18:45
Duttu í lukkupottinn og fengu eiginhandaráritanir hjá stelpunum Þrjár ungar knattspyrnukonur fengu að fylgjast með æfingu kvennalandsliðsins í dag en þær spila allar fótbolta og eru í Finnlandi ásamt mæðrum sínum sem síðan léku allar saman hjá Val. Þær voru að sjálfsögðu meðal áhorfenda þegar íslenska landsliðið mætti Frökkum í gær. 25.8.2009 18:15
Guðrún Sóley hvíldi í dag - Reynir þurfti að hefta hausinn í miðjum leik Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins, tók ekki þátt í æfingu dagsins en hún er að jafna sig eftir að hafa fengið gat á hausinn í leiknum á móti Frökkum. Guðrún lét það þó ekki stoppa sig og kláraði leikinn á meðan að franska stelpan fór strax útaf. 25.8.2009 17:30
Múslimar brjálaðir út í Mourinho Múslimar á Ítalíu er vægt til orða brjálaðir út í Jose Mourinho, þjálfari Inter, vegna ummæla sem hann lét falla um leikmann sinn, Sulley Muntari. 25.8.2009 16:45
Donaghy aftur hent í steininn Körfuboltadómarinn Tim Donaghy á erfitt með að halda sig réttu megin við lögin því það er aftur búið að kasta honum í steininn. 25.8.2009 16:15
Sol samdi til fimm ára við Notts County Sol Campbell skrifaði nú síðdegis undir fimm ára við D-deildarliðið Notts County sem Sven-Göran Eriksson er að byggja upp þessa dagana. 25.8.2009 16:08
Everton kaupir rússneskan landsliðsmann Everton hefur gengið frá kaupum á rússneska landsliðsmanninum Diniyar Bilyaletdinov frá Lokomotiv Moskva. Kaupverð var ekki gefið upp. 25.8.2009 15:30
O´Neill ósáttur við stuðningsmenn Villa Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, heldur áfram í stríði sínu gegn stuðningsmönnum Aston Villa en hann var byrjaður að rífast við þá á síðustu leiktíð. 25.8.2009 15:00
Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25.8.2009 14:24
Diamanti á leið til West Ham Forseti ítalska félagsins Livorno greindi frá því í dag að West Ham væri við það að kaupa Alessandri Diamanti af félaginu. 25.8.2009 13:45
Villa vill fá Distin Sky-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Aston Villa hafi gert tilboð í varnarmann Portsmouth, Sylvain Distin. 25.8.2009 13:15
Campbell á leið til Sven Görans Endurreisn Notts County undir stjórn Svíans Sven-Göran Eriksson er hafin. Í dag mun félagið væntanlega tilkynna um komu Sol Campbell, fyrrum landsliðsmanns Englands. 25.8.2009 12:30
Arshavin ánægður með nýja leikkerfið Rússinn Andrey Arshavin er ánægður með þær breytingar sem Arsene Wenger hefur gert á leik Arsenal. Wenger er hættur að spila 4-4-2 og hefur skipt í 4-3-3 og það hefur reynst vel í upphafi tímabils. 25.8.2009 12:00
Hjaltalín mætti á leikinn gegn Frökkum og var allt í öllu í stúkunni Meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Hjaltlín voru í aðalhlutverki meðal íslensku áhorfendanna á leiknum á móti Frökkum í gær. Hjaltalín hélt vel heppnaða tónleika á sunnudagskvöldið í Tampere og hljómsveitin mætti síðan á leikinn í treyjunum sem íslensku stelpurnar gáfu þeim á æfingu fyrir brottförina til Finnlands. 25.8.2009 11:30
Hægt að fylgjast með leiknum á risastórum skjá á vellinum Áhorfendur á leikjunum tveimur í EM kvenna í Tampere í gær gátu ekki bara horft á sjálfan leikinn því þeir gátu einnig fylgst með sjónvarpsmyndum á risastórum sjónvarpsskjá í annarri endastúku vallarsins. 25.8.2009 10:45
Semenya fagnað sem þjóðhetju í heimalandinu Suður-Afríkumenn tóku höfðinglega á móti hlaupakonunni Caster Semenya er hún snéri aftur til heimalandsins eftir viðburðaríka dvöl á HM í frjálsum íþróttum í Berlín. 25.8.2009 10:15
Man. City óttast ekki gagnrýnendur Stjórnarformaður Man. City, Khaldoon al-Mubarak, býst við því að félagið muni fá enn meiri gagnrýni á sig þegar félagið verður búið að ganga frá kaupunum á Joleon Lescott. 25.8.2009 10:00
Sigurður Ragnar hætti við æfingu stelpnanna í morgun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hætti við að hafa æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í morgun en hann ætlar greinilega að gefa stelpunum meiri tíma til að sleikja sárin og jafna sig eftir tapleikinn á móti Frökkum í gær. 25.8.2009 09:30
Vidic: Er hamingjusamur hjá United Varnarmaðurinn sterki, Nemanja Vidic, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að hann sé að íhuga að yfirgefa herbúðir Man. Utd. 25.8.2009 09:05
Button verður sókndjafur á Spa Uppáhaldsbraut ökumanna, Spa í Belgíu er á dagskrá um næstu helgi og Jenson Button, forystumaðurinn í stigamótinu telur að hann þurfi að vera sókndjarfari en í síðustu mótum. 25.8.2009 07:04
Katrín: Við vorum ekki nógu þéttar varnarlega Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skildi ekkert í vítaspyrnudómnum sem Frakkarnir skoruðu jöfnunarmark sitt úr í kvöld. Franska liðið fékk síðan annað víti í seinni hálfleik og tryggði sér að lokum 3-1 sigur. 24.8.2009 22:35