Sport

Semenya fagnað sem þjóðhetju í heimalandinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Semenya stígur dans við heimkomuna.
Semenya stígur dans við heimkomuna. Nordic Photos/AFP

Suður-Afríkumenn tóku höfðinglega á móti hlaupakonunni Caster Semenya er hún snéri aftur til heimalandsins eftir viðburðaríka dvöl á HM í frjálsum íþróttum í Berlín.

Fjöldi manna mætti á flugvöllinn í Jóhannesarborg og mannskapurinn söng og dansaði á meðan hann beið sem og þegar Semenya kom í flugstöðina.

Héldu margir á skiltum henni til stuðnings þar sem meðal annars stóð: "100 prósent kvenmaður, aðalkonan í Suður-Afríku" og annað í þeim dúr.

Semenya var ánægð með móttökurnar og steig meðal annars dans með fólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×