Fleiri fréttir Laufey Ólafsdóttir með Val út tímabilið Laufey Ólafsdóttir mun leika með kvennaliði Vals út þetta tímabil en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu. Laufey er í leikmannahópi Valsliðsins sem mætir GRV í Grindavík í kvöld. 29.7.2009 15:36 Rúmlega 80 milljón punda verðmiði á Ribery Keisarinn sjálfur Franz Beckenbauer hefur ítrekað að Frakkinn Franck Ribery verði áfram í herbúðum Bayern München nema að eitthvað félag sé tilbúið að borga 94 milljónir evra sem samsvara um 80,5 milljónum punda fyrir leikmanninn. 29.7.2009 15:30 Hleb hættur við að fara til Inter - Velur Stuttgart frekar Samkvæmt Gazzetta dello Sport hætti Hvítrússinn Alexander Hleb á síðustu stundu við að fara til Inter en Ítalíumeistararnir voru búnir að ná samkomulagi við Barcelona um árs lán á leikmanninum og var það hluti af samningnum í leikmannaskiptunum á Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o. 29.7.2009 15:00 Willum til í að skoða það sem býðst Willum Þór Þórsson segist vera tilbúinn að skoða það ef stjórn Þróttar myndi hafa áhuga á að fá sig sem þjálfara. 29.7.2009 14:37 Mickelson snýr aftur á WGC-Bridgestone mótinu Kylfingurinn Phil „Lefty“ Mickelson snýr aftur á völlinn í næstu viku á WGC-Bridgestonemótinu eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru frá keppnisgolfi til þess að standa við hlið bæði eiginkonu sinnar og móður sinnar í baráttunni við brjóstakrabbamein. 29.7.2009 14:30 Páll Einarsson: Ég verð áfram í Árbæ Allt útlit er fyrir að Gunnar Oddsson hafi stýrt sínum síðasta leik með Þrótti. Þegar eru komin nokkur nöfn í umræðuna þegar rætt er um hver taki við stjórnartaumunum í Laugardal. Eitt af þeim nöfnum er Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar og núverandi aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar hjá Fylki. 29.7.2009 14:05 Erna Björk valin best í umferðum 7-12 Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir var valin besti leikmaður umferða 7-12 í Pepsi-deild kvenna og Gary Wake hjá Breiðaliki var valinn besti þjálfari umferðanna. 29.7.2009 14:00 Fylkismenn athuguðu Þórð Ingason Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, sagði í samtali við Vísi að ekkert væri ljóst í markmannsmálum liðsins. Árbæingar leita að markverði til að fylla skarð Fjalars Þorgeirssonar sem verður frá næstu vikurnar vegna handleggsbrots. 29.7.2009 13:30 Lokadagur félagsskipta er 31. júlí Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagsskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga eru félagsskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar. 29.7.2009 13:30 Roy Jones Jr. neitar að leggja hanskana á hilluna Hnefaleikagoðsögnin Roy Jones Jr. er ekki af baki dottinn þó svo að hann sé ef til vill aðeins skugginn af sjálfum sér inni í hringnum núna miðað við hverning hann var þegar hann var upp á sitt besta. 29.7.2009 13:00 Portsmouth reynir að fá Zaki Samkvæmt umboðsmanni Egyptans Amr Zaki er hann nú í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth um félagsskipti fyrir framherjann til Englands. 29.7.2009 12:30 Tottenham vann West Ham í Kína Það var boðið upp á Lundúnaslag í opnunarleik Asíu-bikars æfingarmótsins í dag þegar Tottenham vann West Ham 1-0 í Peking í Kína. 29.7.2009 12:00 Leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem fimm efstu liðin í deildinni verða öll í eldlínunni. Topplið Vals heimsækir GRV til Grindavíkur en Íslandsmeistararnir hafa leikið vel undanfarið og sýndu klærnar svo eftir var tekið á móti ÍR í síðustu umferð og unnu 8-0. 29.7.2009 11:30 Liverpool staðfestir söluna á Arbeloa til Real Madrid Liverpool og Real Madrid hafa náð samkomulagi um kaupverð á Spánverjanum Alvaro Arbeloa en talið er að það sé í krinum 3,5 milljónir punda. 29.7.2009 11:00 Toure búinn að semja við City Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er varnarmaðurinn Kolo Toure búinn að semja við Manchester City og á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu. 29.7.2009 10:30 O'Neill: City gæti unnið og ætti að vinna deildina Knattspyrnustjórinn Martin O'Neill hjá Aston Villa telur að mannskapurinn sem Manchester City er komið með og á líklega eftir að bæta við gæti vel nægt til þess að félagið myndi vinna ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. 29.7.2009 10:00 Torres: Ekki selja Alonso Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool er hræddur um landi sinn Xabi Alonso fari til Real Madrid ef marka má nýlegt viðtal við kappann í götublaðinu The Sun en hann hvetur þar forráðamenn Liverpool til þess að gera allt til að halda miðjumanninum áfram á Anfield. 29.7.2009 09:30 BMW hættir í Formúlu 1 í lok árs Formúlu 1 lið BMW mun ljúka þessu keppnistímabili, en hættir síðan þátttöku í mótaröðinni. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Munchen í dag. 29.7.2009 08:29 City ekki tilbúið að gefa Lescott upp á bátinn Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar ætla forráðamenn Manchester City að leggja fram nýtt kauptilboð í varnarmanninn Joleon Lescott en Everton hafnaði á dögunum 15 milljón punda kauptilboði í leikmanninn. 29.7.2009 08:00 Ronaldo búinn að opna markareikninginn fyrir Real Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid í kvöld eftir að hann kom til liðsins frá Manchester United fyrir metupphæð. 28.7.2009 23:00 Haukar upp í annað sætið og langþráður Skagasigur Haukar komust upp í annað sætið í 1. deild karla í kvöld á sama tíma og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í heilan mánuð. 28.7.2009 22:34 Agnar Bragi: Tileinka þetta mark ömmu minni Varnarturninn Agnar Bragi Magnússon skoraði sigurmark Selfyssinga gegn Víkingi í kvöld. Hann fagnaði markinu af mikilli innlifun, reif sig úr að ofan og benti til himins. 28.7.2009 22:19 Umfjöllun: Agnar Bragi tryggði Selfossi sigur á Víkingum Selfyssingar stigu enn eitt skrefið í átt að úrvalsdeild í kvöld þegar þeir unnu 2-1 útisigur á Víkingi Reykjavík. Fyrir leikinn höfðu Víkingar unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Eftir úrslit kvöldsins er Selfoss með sjö stiga forystu í deildinni. 28.7.2009 21:45 Stiga- og markalaust hjá Akureyrarliðunum í kvöld Akureyrarliðin KA og Þór töpuðu bæði leikjum sínum í 1. deild karla, KA á heimavelli á móti Leikni og Þór á útivelli á móti ÍR. 28.7.2009 21:37 Villa ánægður með að vera áfram hjá Valencia David Villa segist vera ánægður með að vera áfram hjá Valencia þrátt fyrir að um tíma hafi mörg stærstu fótboltafélög heims verið á eftir honum. 28.7.2009 21:30 Annar sigur KR-kvenna í röð - hefndu fyrir tap í fyrri umferðinni KR vann 3-0 sigur á Aftureldingu/Fjölni í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi-deildar kvenna á KR-velli í kvöld. KR var 2-0 yfir í hálfleik. 28.7.2009 21:27 Þrír fyrirliðar í Pepsi-deildinni í banni í næsta leik Þrír fyrirliðar eru meðal þeirra fjórtán leikmanna úr Pepsi-deild karla sem voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í dag. Þetta eru þeir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur og Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar. 28.7.2009 21:00 Einar Andri: Margir eiga eftir að verða A-landsliðsmenn og atvinnumenn Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta er að standa sig frábærlega á HM í Túnis en liðið er komið alla leið í undanúrslitin þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. 28.7.2009 20:15 Markalaust hjá FH-bönunum á heimavelli FH-banarnir í FK Aktobe frá Kasakhstan náðu aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Maccabi Haifa frá Ísrael í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. 28.7.2009 19:45 Steve Finnan til Portsmouth Írski bakvörðurinn Steve Finnan, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur ákveðið að ganga til liðs við Portsmouth. Mun hann fylla skarð Glen Johnson sem er farinn til Liverpool. 28.7.2009 19:15 Massa heldur sjón á báðum augum Læknar tilkynntu í dag að Felipe Massa heldur sjón á báðum augum, en óttast var um vinstra augað sem varð fyrir hnjaski í óhappi hans á laugardaginn. 28.7.2009 18:24 Fengu árs bann fyrir að ráðast á dómara Tveir leikmenn 3. deildarliðsins Afríku voru í dag dæmdir í eins árs keppnisbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þeir réðust á dómara sem dæmdi leik Afríku og Ýmis á Leiknisvelli í gær. 28.7.2009 18:17 Biedermann skákaði Phelps Þjóðverjinn Paul Biedermann vann magnaðan sigur í 200 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í Róm. Biedermann setti heimsmet þegar hann synti á 1 mínútu og 42 sekúndum. 28.7.2009 18:00 Fjalar á leið í aðgerð - Fylkir í markmannsleit Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, er á leið í aðgerð sem á að flýta fyrir bata hans en frá þessu greinir vefsíðan Fótbolti.net. Ekki er alveg ljóst hve lengi Fjalar verður frá en Fylkismenn eru í leit að markverði til að fylla hans skarð. 28.7.2009 17:20 Gunnar Oddsson: Ég er þjálfari liðsins í dag „Það er óbreytt ástand," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, þegar Vísir náði í hann áðan og spurði út í stöðu mála. Gunnar sagði við fjölmiðla í gær að hann væri að íhuga sína framtíð hjá félaginu eftir tapleik gegn KR. 28.7.2009 16:43 Gunnar Már: Crewe er spennandi kostur „Ég veit ekki alveg hvar málin standa," segir Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, sem er sterklega orðaður við Crewe í enskum fjölmiðlum. Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe, segist vera nálægt því að krækja í Gunnar. 28.7.2009 16:19 Breiðablik, Fjölnir og Stjarnan fá leyfi til að ræða við Ólaf Pál Ólafur Páll Snorrason er að öllum líkindum á leið frá Val. Breiðablik, Fjölnir og Stjarnan hafa öll fengið leyfi frá Hlíðarendaliðinu til að ræða við leikmanninn. 28.7.2009 15:55 Eto'o: Kyssi ekki merkið, læt frekar verkin tala á vellinum Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var í dag kynntur fyrir stuðningsmönnum Inter eftir að félagsskipti hans frá Barcelona gengu í gegn. 28.7.2009 15:45 Dossena nálgast endurkomu til Ítalíu Samkvæmt umboðsmanni Ítalans Andrea Dossena hjá Liverpool er fátt sem getur komið í veg fyrir að leikmaðurinn snúi aftur á heimaslóðir í sumar. En Serie A-félagið Napólí er búið að ná samkomulagi við Liverpool um kaupverð sem er talið nema um 4,3 milljónum punda. 28.7.2009 15:15 Witter: Myndi klára Khan í fáum lotum Fyrrum WBC-léttveltivigtarmeistarinn Junior „The Hitter“ Witter vill ólmur mæta WBA-léttveltivigtarmeistarnum Amir Khan um leið og hann er búinn að endurheimta meistarabeltið sitt gegn Devon Alexander í bardaga sem fram fer 1. ágúst næstkomandi. 28.7.2009 14:45 Zlatan forðaði sér undan æstum aðdáendum - myndir Zlatan Ibrahimovic var í dag kynntur sem nýr leikmaður spænska liðsins Barcelona og fékk Svíinn snjalli að leika sér fyrir framan fjölmarga ljósmyndara og stuðningsmenn félagsins sem fjölmenntu á Nou Camp. Það er talið að 60 þúsund manns hafi mætt á kynningu Zlatan. 28.7.2009 14:15 Hringir út hjá Þrótturum Gunnar Oddsson sagði við fjölmiðla í gær eftir tapið gegn KR að hann væri að íhuga sína framtíð sem þjálfari liðsins. Vísir hefur reynt að athuga stöðu mála í herbúðum Þróttar í dag en án árangurs. 28.7.2009 13:51 Redknapp: Ekkert kauptilboð borist í Hutton Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham neitar því að Hull sé að ganga frá kaupum á bakverðinum Alan Hutton, en illa hefur gengið hjá Phil Brown og félögum á leikmannamarkaðnum í sumar. 28.7.2009 13:45 City sagt nálægt því að ganga frá kaupum á Toure Samkvæmt breskum fjölmiðlum í dag eru forráðamenn Manchester City nú loks nálægt því að landa varnarmanni eftir að hafa gefist upp á John Terry hjá Chelsea og Joleon Lescott hjá Everton. 28.7.2009 13:15 Haraldur Freyr á leið í Keflavík Samkvæmt heimildum Vísis eru Keflvíkingar að fá góðan liðstyrk í Pepsi-deildinni. Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson mun leika með liðinu út tímablið en hann mun skrifa undir samning við félagið í dag. 28.7.2009 12:38 Sjá næstu 50 fréttir
Laufey Ólafsdóttir með Val út tímabilið Laufey Ólafsdóttir mun leika með kvennaliði Vals út þetta tímabil en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu. Laufey er í leikmannahópi Valsliðsins sem mætir GRV í Grindavík í kvöld. 29.7.2009 15:36
Rúmlega 80 milljón punda verðmiði á Ribery Keisarinn sjálfur Franz Beckenbauer hefur ítrekað að Frakkinn Franck Ribery verði áfram í herbúðum Bayern München nema að eitthvað félag sé tilbúið að borga 94 milljónir evra sem samsvara um 80,5 milljónum punda fyrir leikmanninn. 29.7.2009 15:30
Hleb hættur við að fara til Inter - Velur Stuttgart frekar Samkvæmt Gazzetta dello Sport hætti Hvítrússinn Alexander Hleb á síðustu stundu við að fara til Inter en Ítalíumeistararnir voru búnir að ná samkomulagi við Barcelona um árs lán á leikmanninum og var það hluti af samningnum í leikmannaskiptunum á Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o. 29.7.2009 15:00
Willum til í að skoða það sem býðst Willum Þór Þórsson segist vera tilbúinn að skoða það ef stjórn Þróttar myndi hafa áhuga á að fá sig sem þjálfara. 29.7.2009 14:37
Mickelson snýr aftur á WGC-Bridgestone mótinu Kylfingurinn Phil „Lefty“ Mickelson snýr aftur á völlinn í næstu viku á WGC-Bridgestonemótinu eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru frá keppnisgolfi til þess að standa við hlið bæði eiginkonu sinnar og móður sinnar í baráttunni við brjóstakrabbamein. 29.7.2009 14:30
Páll Einarsson: Ég verð áfram í Árbæ Allt útlit er fyrir að Gunnar Oddsson hafi stýrt sínum síðasta leik með Þrótti. Þegar eru komin nokkur nöfn í umræðuna þegar rætt er um hver taki við stjórnartaumunum í Laugardal. Eitt af þeim nöfnum er Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar og núverandi aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar hjá Fylki. 29.7.2009 14:05
Erna Björk valin best í umferðum 7-12 Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir var valin besti leikmaður umferða 7-12 í Pepsi-deild kvenna og Gary Wake hjá Breiðaliki var valinn besti þjálfari umferðanna. 29.7.2009 14:00
Fylkismenn athuguðu Þórð Ingason Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, sagði í samtali við Vísi að ekkert væri ljóst í markmannsmálum liðsins. Árbæingar leita að markverði til að fylla skarð Fjalars Þorgeirssonar sem verður frá næstu vikurnar vegna handleggsbrots. 29.7.2009 13:30
Lokadagur félagsskipta er 31. júlí Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagsskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga eru félagsskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar. 29.7.2009 13:30
Roy Jones Jr. neitar að leggja hanskana á hilluna Hnefaleikagoðsögnin Roy Jones Jr. er ekki af baki dottinn þó svo að hann sé ef til vill aðeins skugginn af sjálfum sér inni í hringnum núna miðað við hverning hann var þegar hann var upp á sitt besta. 29.7.2009 13:00
Portsmouth reynir að fá Zaki Samkvæmt umboðsmanni Egyptans Amr Zaki er hann nú í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth um félagsskipti fyrir framherjann til Englands. 29.7.2009 12:30
Tottenham vann West Ham í Kína Það var boðið upp á Lundúnaslag í opnunarleik Asíu-bikars æfingarmótsins í dag þegar Tottenham vann West Ham 1-0 í Peking í Kína. 29.7.2009 12:00
Leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem fimm efstu liðin í deildinni verða öll í eldlínunni. Topplið Vals heimsækir GRV til Grindavíkur en Íslandsmeistararnir hafa leikið vel undanfarið og sýndu klærnar svo eftir var tekið á móti ÍR í síðustu umferð og unnu 8-0. 29.7.2009 11:30
Liverpool staðfestir söluna á Arbeloa til Real Madrid Liverpool og Real Madrid hafa náð samkomulagi um kaupverð á Spánverjanum Alvaro Arbeloa en talið er að það sé í krinum 3,5 milljónir punda. 29.7.2009 11:00
Toure búinn að semja við City Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er varnarmaðurinn Kolo Toure búinn að semja við Manchester City og á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu. 29.7.2009 10:30
O'Neill: City gæti unnið og ætti að vinna deildina Knattspyrnustjórinn Martin O'Neill hjá Aston Villa telur að mannskapurinn sem Manchester City er komið með og á líklega eftir að bæta við gæti vel nægt til þess að félagið myndi vinna ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. 29.7.2009 10:00
Torres: Ekki selja Alonso Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool er hræddur um landi sinn Xabi Alonso fari til Real Madrid ef marka má nýlegt viðtal við kappann í götublaðinu The Sun en hann hvetur þar forráðamenn Liverpool til þess að gera allt til að halda miðjumanninum áfram á Anfield. 29.7.2009 09:30
BMW hættir í Formúlu 1 í lok árs Formúlu 1 lið BMW mun ljúka þessu keppnistímabili, en hættir síðan þátttöku í mótaröðinni. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Munchen í dag. 29.7.2009 08:29
City ekki tilbúið að gefa Lescott upp á bátinn Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar ætla forráðamenn Manchester City að leggja fram nýtt kauptilboð í varnarmanninn Joleon Lescott en Everton hafnaði á dögunum 15 milljón punda kauptilboði í leikmanninn. 29.7.2009 08:00
Ronaldo búinn að opna markareikninginn fyrir Real Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid í kvöld eftir að hann kom til liðsins frá Manchester United fyrir metupphæð. 28.7.2009 23:00
Haukar upp í annað sætið og langþráður Skagasigur Haukar komust upp í annað sætið í 1. deild karla í kvöld á sama tíma og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í heilan mánuð. 28.7.2009 22:34
Agnar Bragi: Tileinka þetta mark ömmu minni Varnarturninn Agnar Bragi Magnússon skoraði sigurmark Selfyssinga gegn Víkingi í kvöld. Hann fagnaði markinu af mikilli innlifun, reif sig úr að ofan og benti til himins. 28.7.2009 22:19
Umfjöllun: Agnar Bragi tryggði Selfossi sigur á Víkingum Selfyssingar stigu enn eitt skrefið í átt að úrvalsdeild í kvöld þegar þeir unnu 2-1 útisigur á Víkingi Reykjavík. Fyrir leikinn höfðu Víkingar unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Eftir úrslit kvöldsins er Selfoss með sjö stiga forystu í deildinni. 28.7.2009 21:45
Stiga- og markalaust hjá Akureyrarliðunum í kvöld Akureyrarliðin KA og Þór töpuðu bæði leikjum sínum í 1. deild karla, KA á heimavelli á móti Leikni og Þór á útivelli á móti ÍR. 28.7.2009 21:37
Villa ánægður með að vera áfram hjá Valencia David Villa segist vera ánægður með að vera áfram hjá Valencia þrátt fyrir að um tíma hafi mörg stærstu fótboltafélög heims verið á eftir honum. 28.7.2009 21:30
Annar sigur KR-kvenna í röð - hefndu fyrir tap í fyrri umferðinni KR vann 3-0 sigur á Aftureldingu/Fjölni í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi-deildar kvenna á KR-velli í kvöld. KR var 2-0 yfir í hálfleik. 28.7.2009 21:27
Þrír fyrirliðar í Pepsi-deildinni í banni í næsta leik Þrír fyrirliðar eru meðal þeirra fjórtán leikmanna úr Pepsi-deild karla sem voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í dag. Þetta eru þeir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur og Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar. 28.7.2009 21:00
Einar Andri: Margir eiga eftir að verða A-landsliðsmenn og atvinnumenn Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta er að standa sig frábærlega á HM í Túnis en liðið er komið alla leið í undanúrslitin þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. 28.7.2009 20:15
Markalaust hjá FH-bönunum á heimavelli FH-banarnir í FK Aktobe frá Kasakhstan náðu aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Maccabi Haifa frá Ísrael í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. 28.7.2009 19:45
Steve Finnan til Portsmouth Írski bakvörðurinn Steve Finnan, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur ákveðið að ganga til liðs við Portsmouth. Mun hann fylla skarð Glen Johnson sem er farinn til Liverpool. 28.7.2009 19:15
Massa heldur sjón á báðum augum Læknar tilkynntu í dag að Felipe Massa heldur sjón á báðum augum, en óttast var um vinstra augað sem varð fyrir hnjaski í óhappi hans á laugardaginn. 28.7.2009 18:24
Fengu árs bann fyrir að ráðast á dómara Tveir leikmenn 3. deildarliðsins Afríku voru í dag dæmdir í eins árs keppnisbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þeir réðust á dómara sem dæmdi leik Afríku og Ýmis á Leiknisvelli í gær. 28.7.2009 18:17
Biedermann skákaði Phelps Þjóðverjinn Paul Biedermann vann magnaðan sigur í 200 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í Róm. Biedermann setti heimsmet þegar hann synti á 1 mínútu og 42 sekúndum. 28.7.2009 18:00
Fjalar á leið í aðgerð - Fylkir í markmannsleit Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, er á leið í aðgerð sem á að flýta fyrir bata hans en frá þessu greinir vefsíðan Fótbolti.net. Ekki er alveg ljóst hve lengi Fjalar verður frá en Fylkismenn eru í leit að markverði til að fylla hans skarð. 28.7.2009 17:20
Gunnar Oddsson: Ég er þjálfari liðsins í dag „Það er óbreytt ástand," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, þegar Vísir náði í hann áðan og spurði út í stöðu mála. Gunnar sagði við fjölmiðla í gær að hann væri að íhuga sína framtíð hjá félaginu eftir tapleik gegn KR. 28.7.2009 16:43
Gunnar Már: Crewe er spennandi kostur „Ég veit ekki alveg hvar málin standa," segir Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, sem er sterklega orðaður við Crewe í enskum fjölmiðlum. Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe, segist vera nálægt því að krækja í Gunnar. 28.7.2009 16:19
Breiðablik, Fjölnir og Stjarnan fá leyfi til að ræða við Ólaf Pál Ólafur Páll Snorrason er að öllum líkindum á leið frá Val. Breiðablik, Fjölnir og Stjarnan hafa öll fengið leyfi frá Hlíðarendaliðinu til að ræða við leikmanninn. 28.7.2009 15:55
Eto'o: Kyssi ekki merkið, læt frekar verkin tala á vellinum Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var í dag kynntur fyrir stuðningsmönnum Inter eftir að félagsskipti hans frá Barcelona gengu í gegn. 28.7.2009 15:45
Dossena nálgast endurkomu til Ítalíu Samkvæmt umboðsmanni Ítalans Andrea Dossena hjá Liverpool er fátt sem getur komið í veg fyrir að leikmaðurinn snúi aftur á heimaslóðir í sumar. En Serie A-félagið Napólí er búið að ná samkomulagi við Liverpool um kaupverð sem er talið nema um 4,3 milljónum punda. 28.7.2009 15:15
Witter: Myndi klára Khan í fáum lotum Fyrrum WBC-léttveltivigtarmeistarinn Junior „The Hitter“ Witter vill ólmur mæta WBA-léttveltivigtarmeistarnum Amir Khan um leið og hann er búinn að endurheimta meistarabeltið sitt gegn Devon Alexander í bardaga sem fram fer 1. ágúst næstkomandi. 28.7.2009 14:45
Zlatan forðaði sér undan æstum aðdáendum - myndir Zlatan Ibrahimovic var í dag kynntur sem nýr leikmaður spænska liðsins Barcelona og fékk Svíinn snjalli að leika sér fyrir framan fjölmarga ljósmyndara og stuðningsmenn félagsins sem fjölmenntu á Nou Camp. Það er talið að 60 þúsund manns hafi mætt á kynningu Zlatan. 28.7.2009 14:15
Hringir út hjá Þrótturum Gunnar Oddsson sagði við fjölmiðla í gær eftir tapið gegn KR að hann væri að íhuga sína framtíð sem þjálfari liðsins. Vísir hefur reynt að athuga stöðu mála í herbúðum Þróttar í dag en án árangurs. 28.7.2009 13:51
Redknapp: Ekkert kauptilboð borist í Hutton Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham neitar því að Hull sé að ganga frá kaupum á bakverðinum Alan Hutton, en illa hefur gengið hjá Phil Brown og félögum á leikmannamarkaðnum í sumar. 28.7.2009 13:45
City sagt nálægt því að ganga frá kaupum á Toure Samkvæmt breskum fjölmiðlum í dag eru forráðamenn Manchester City nú loks nálægt því að landa varnarmanni eftir að hafa gefist upp á John Terry hjá Chelsea og Joleon Lescott hjá Everton. 28.7.2009 13:15
Haraldur Freyr á leið í Keflavík Samkvæmt heimildum Vísis eru Keflvíkingar að fá góðan liðstyrk í Pepsi-deildinni. Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson mun leika með liðinu út tímablið en hann mun skrifa undir samning við félagið í dag. 28.7.2009 12:38