Fleiri fréttir

Enn vandræði hjá Newcastle - Profitable Group hættir við kaup

Það ætlar vægast sagt að ganga illa hjá eigandanum Mike Ashley hjá Newcastle að koma félaginu í sölu en hann hefur lengi leitað að kaupendum og þurft að lækka verðmiðann á b-deildarfélaginu um helming frá því sem hann vildi fá fyrst.

Button hefur áhyggjur af gangi mála

Jenson Button er ekki alls kostar sáttur við stöðuna hjá Brawn liðinu þessa dagana. Eftir draumabyrjun á árinu hefur hann ekki unnið í þremur síðustu mótum. Um helgina vann Lewis Hamilton sitt fyrsta mót og Mark Webber hefur sótt 15 stiga á forskot Buttons í stigamótinu.

Ingimundur: Fylkir er frábær klúbbur

Ingimundur Níels Óskarsson hefur heldur betur slegið í gegn með Fylkismönnum í sumar. Hann kom sínum mönnum á bragðið í kvöld með marki á fyrstu mínútunni, sínu áttunda marki í deildinni.

Óli Þórðar: Fjalar á heima í landsliðinu

Ólafur Þórðarson segir að Fjalar Þorgeirsson eigi vel heima í íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Fjalar átti góðan leik þegar Fylkir sigraði Fram fyrr í kvöld.

Ásmundur: Eitt stig betra en ekkert

„Við hefðum getað komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már skallaði beint á markvörðinn. Eftir það duttum við aðeins niður," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-1 jafnteflið í Grindavík.

Jósef Kristinn: Líkaminn fylgdi ekki hausnum

„Ég er mjög ósáttur við þetta. Við vorum gjörsamlega á hælunum í seinni hálfleik," sagði Jósef Kristinn Jósefsson, leikmaður Grindavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Fjölni í botnbaráttuslag í kvöld. „Við vorum eiginlega stuðningsmönnum okkar til skammar í seinni hálfleiknum,"

Neyðaraðgerð bjargaði lífi Massa

Brasilíumaðurinn Felipe Massa hefur verið vakinn úr dái, en honum hefur verið haldið meira og minna sofandi síðan hann lenti í óhappi í tímatökum í Búdapest á laugardag. Sérstakur blaðamannafundur var haldin á AEK spítalanum í Búdapest í kvöld.

Eiður Smári: Ég mun ekki taka ákvörðun í flýti

Eiður Smári Guðjohnsen ítrekar í viðtali á heimasíðu UEFA í dag að hann útiloki ekki að vera áfram hjá Barcelona á næstu leiktíð og ætli í það minnsta ekki að flýta sér að taka ákvörðun um framtíð sína.

Eto'o stefnir á að vinna Meistaradeildina með Inter

Framherjinn Samuel Eto'o er stórhuga fyrir fyrirhuguð félagsskipti sín frá Barcelona til Inter en búist er við því að Kamerúnmaðurinn skrifi undir samning við Ítalíumeistarana á næsta sólarhring.

Hafþór Ægir: Tapa sjaldan fyrir KR

Hafþór Ægir Vilhjálmsson leikur í kvöld sinn fyrsta leik í búningi Þróttar þegar liðið tekur á móti KR í Pepsi-deildinni. Hafþór er lánaður frá Val út tímabilið og mætti hann á sína fyrstu æfingu hjá félaginu í gær.

Mæta sigurreifir á Þjóðhátíð í aðeins annað skiptið á níu árum

Leikmenn karlaliðs ÍBV munu örugglega mæta í stuði á Þjóðhátið í Eyjum þetta árið eftir tvo sigra liðsins í síðustu tveimur leikjum. ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni í gær og hafði unnið dramatískan 4-3 sigur á Blikum fjórum dögum fyrr. Það er langt frá því að gerast á hverju sumri að knattspyrnumenn í Eyjum vinni síðasta leik fyrir Verslunarmannahelgi.

City beinir athyglinni að Upson

Samkvæmt breskum fjölmiðlum í dag er varnarmaðurinn Matthew Upson hjá West Ham næstur á innkaupalista forráðamanna Manchester City eftir að þeir þurftu að játa sig sigraða við að reyna að fá John Terry frá Chelsea og Joleon Lescott frá Everton.

Óli Stefán: Þeir munu láta mig finna fyrir því í kvöld

Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik.

Guðlaugur Victor: Heiður að spila við hlið Gerrard

Unglingalandsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson hjá Liverpool er í viðtali á opinberri heimasíðu félagsins í dag þar sem hann talar um reynslu sína á að spila við hlið fyrirliða aðalliðs félagsins, Steven Gerrard, í æfingarleik gegn Tranmere á dögunum.

AC Milan komið í kapphlaupið um Huntelaar

Knattspyrnustjórinn Leonardo hjá AC Milan staðfesti í samtali við ítalska fjölmiðla að hann sé að leita að framherja og að Klaas-Jan Huntelaar hjá Real Madrid sé á óskalista sínum.

Haye: Valuev er risavaxinn, loðinn og ljótur

Það er enginn skortur á sjálfstrausti hjá breska hnefaleikamanninum David Haye og hann var sannarlega með munninn fyrir neðan nefið í nýlegu viðtali sínu við Sky Sports fréttastofuna fyrir fyrirhugaðan bardaga hans við rússneska risann Nikolai Valuev sem fram fer í nóvember.

Soffía kemur inn í EM-hópinn fyrir Hörpu

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert eina breytingu á undirbúningshópi sínum fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi síðar í sumar.

Massa braggast hægt og rólega

Læknar sem sjá um Felipe Massa á spítla í Búdapest eftir slys tímatökum á laugardaginn segja að líðan hans sé stöðug og fyrstu merki um að hann nái fullri heilsu séu jákvæð. Þó sé enn of snemmt að fullyrða stöðu hans.

Beckham aftur í rifrildi við stuðningsmann LA Galaxy

Endurkoma stórstjörnunnar David Beckham í MLS-deildina ætlar ekki að vera neinn dans á rósum en hann var sem kunnugt er sektaður af stjórn bandarísku deildarinnar fyrir að rífast við og ögra stuðningsmanni LA Galaxy sem svívirti hann í æfingarleik félagsins við AC Milan fyrir viku síðan.

Moratti réttlætir söluna á Zlatan

Massimo Moratti forseti Inter er sannfærður um að leikmannaskiptin við Barcelona á Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o muni reynast góð viðskipti fyrir ítalska félagið þegar allt kemur til alls.

Rooney stefnir á að brjóta 20 marka múrinn

Framherjinn Wayne Rooney hjá Englandsmeisturum Manchester United er sannfærður um að félagið geti plummað sig vel á næstu leiktíð án marka Portúgalans Cristiano Ronaldo.

Feðgarnir unnu báðir upp mikið forskot á lokakaflanum

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár.

Myndaveisla: Golf í Grafarholti

Það var svo sannarlega boðið upp á golfveislu af bestu gerð í Grafarholtinu í gær þegar lokadagurinn á Íslandsmótinu í höggleik fór fram.

Íslendingar á skotskónum í Noregi

Það var nóg um að vera í fótboltanum á norðurlöndum í dag og margir Íslendingar í eldlínunni. Ólafur Örn Bjarnason og Birkir Már Sævarsson skoruðu fyrir Brann sem vann Bodö/Glimt 4-2 í Noregi.

Æfingaleikir: Eiður lék í 45 mínútur

Eiður Smári Guðjohnsen lék í dag síðari hálfleikinn með Barcelona sem burstaði Al Ahly frá Egyptalandi 4-1. Leikurinn var hluti af Wembley-Cup æfingamótinu.

Heimir Hallgríms: Framfarir á liðinu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var sáttur við sína menn í leikslok. „Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur, fimm leikir án þess að tapa, fyrsti leikurinn sem við fáum ekki á okkur mark og mér finnst sjáanlegar framfarir á liðinu.”

Sjá næstu 50 fréttir