Fleiri fréttir

Þórey Edda komst ekki áfram

Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir komst ekki áfram í úrslit stangarstökkskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Hún stökk yfir 4,15 metra en felldi síðan 4,30 metra í þrígang.

Enn heldur Inter hreinu

Jose Mourinho hefur heldur betur náð að binda vörn Inter saman og liðið hefur varla fengið á sig mark á undirbúningstímabilinu. Á hinum endanum hefur liðið hinsvegar ekki verið að raða inn mörkum.

Tap fyrir Þýskalandi

U18 landsliðið í handbolta tapaði í dag fyrir Þýskalandi í undanúrslitaleik á Evrópumótinu sem stendur yfir í Tékklandi. Þjóðverjar unnu 33-28 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik.

Stjarnan vann mikilvægan sigur gegn Selfossi

Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld en eftir úrslit kvöldsins er ljóst að spennan eykst bæði á toppi og botni. Stjarnan vann 6-1 sigur á Selfossi í stórleik kvöldsins en þarna mættust liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Abdoulaye Faye til Stoke

Stoke City hefur keypt senegalska landsliðsmanninn Abdoulaye Faye frá Newcastle á 2,25 milljónir punda. Þessi 30 ára varnarmaður hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stoke.

Búið að lækka verðið á Arshavin

Andrei Arshavin gæti farið til Tottenham eftir allt en Zenit frá Pétursborg hefur lækkað verðmiðann á leikmanninum. Tottenham hætti viðræðum við Zenit í síðasta mánuði eftir að ekki tókst að semja um kaupverðið á Arshavin.

Þýskaland mætir Brasilíu í undanúrslitum kvenna

Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum í fótboltakeppni kvenna í Peking. Heimsmeistarar Þýskalands unnu Svíþjóð 2-0 í átta liða úrslitum en bæði mörkin í leiknum komu í framlengingu.

Majewski tók gullið í kúluvarpi

Pólverjinn Tomasz Majewski vann nokkuð óvæntan sigur í kúluvarpi karla á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta 26 ára tröll kastaði 21,51 metra sem dugði til sigurs en þetta er persónulegt met hjá honum.

Myndir dagsins frá Ólympíuleikunum

Það var mikið um dýrðir á Ólympíuleikunum í Peking í dag og í myndasafni Vísis um leikana má sjá rjómann af myndum dagsins.

Jankovic úr leik í einliðaleiknum

Jelena Jankovic frá Serbíu féll í dag úr leik í einliðaleik kvenna í tennis. Dinara Safina frá Rússlandi vann sigur á Jankovic í átta manna úrslitum en Jankovic er efst á heimslistanum í kvennaflokki.

Vann Ólympíugull eins og pabbi

Nastia Liukin frá Bandaríkjunum vann sigur í fjölþraut kvenna í fimleikum. Hún fetaði þar með í fótspor föður síns, Valeri Liukin, sem vann gull fyrir Sovetríkin á leikunum 1988.

Nadal mætir Gonzalez í úrslitum

Rafael Nadal og Fernando Gonzalez munu mætast í úrslitum í einliðaleik karla í tennis á Ólympíuleikunum. Spánverjinn Nadal vann Novak Djokovic í undanúrslitum en í morgun vann Gonzalez, bronsverðlaunahafinn frá 2004, sigur á James Blake.

Japaninn Ishii vann í þungavigt

Satoshi Ishii frá Japan vann sigur í þungavigt í karlaflokki í júdó. Hann vann Abdullo Tangriev frá Úsbekistan í úrslitviðureigninni. Þetta eru hans fyrstu Ólympíuleikar.

Pizarro til Bremen

Framherjinn Claudio Pizarro hjá Chelsea hefur samþykkt að ganga í raðir Werder Bremen í Þýskalandi á eins árs lánssamning. Þessi 29 ára Perúmaður hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea eftir ágæt ár með liði Bayern í Þýskalandi á árum áður.

Owen missir líklega af leiknum við United

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, segir mjög ólíklegt að framherjinn Michael Owen geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Owen er ekki orðinn leikfær eftir meiðsli og verður því tæplega með gegn Manchester United á sunnudag.

Ragnheiður: Mjög ánægð með metið - Myndir

“Mér líður bara vel og er mjög ánægð með þetta. Það var smá klikk í byrjunartakinu, ég var svolítið djúp en ég keyrði síðan bara á þetta alla leið á bakkann,” sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir skömmu eftir að hún hafði sett glæsilegt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi.

Ragnheiður setti Íslandsmet

Ragnheiður Ragnarsdóttir bætti í morgun eigið Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking þegar hún kom í mark á 25,82 sekúndum. Eldra metið setti Ragnheiður fyrir rúmu hálfu ári, en árangur hennar í dag skilaði henni í 36. sæti í greininni.

Roy Keane tippar á Chelsea

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, telur að Chelsea muni hampa Englandsmeistaratitlinum næsta sumar.

Mendes í viðræðum við Rangers

Portúgalski miðjumaðurinn Pedro Mendes hjá Portsmouth er nú í viðræðum við skoska félagið Glasgow Rangers eftir að Portsmouth samþykkti um 3 milljón punda kauptilboð í hann.

Agbonlahor framlengir við Aston Villa

Gabriel Agbonlahor, leikmaður Aston Villa, hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár. Þessi 21 árs gamli framherji er að nálgast 100 leikja markið hjá Villa eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik með félaginu árið 2006. Hann skoraði eitt marka Villa í 4-1 sigrinum á FH í gærkvöld.

Newcastle semur við Coloccini

Argentínski landsliðsmaðurinn Fabricio Coloccini hefur gert fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Coloccini var áður hjá Deportivo hjá Spáni, en kaupverðið á þessum 26 ára gamla varnarmanni hefur ekki verið gefið upp.

Þormóður: Stillti mér upp og skellti mér

Þormóður Árni Jónsson er úr leik í júdókeppni Ólympíuleikanna eftir tap gegn Írananum Mohammad Reza Rodaki. Þormóður hefði fengið uppreisnarglímu hefði Rodaki lagt Georgíumanninn Lasha Gujejiani. Af því varð ekki því Gejejiani vann Rodaki á yuko.

Þórmóður Árni vann eina glímu á ÓL

Þormóður Árni Jónsson júdókappi er úr leik á Ólympíuleikunum í Peking eftir tap fyrir Írana í 32 manna úrslitum í +100 kílógramma flokki.

Bergur komst ekki áfram

Bergur Ingi Pétursson komst ekki áfram í sleggjukastkeppni karla. Hann kastaði best 71,63 í þremur köstum og var nokkuð frá sínu besta.

Steffen vann í 100 metra skriðsundi

Síðasta úrslitasund næturinnar á Ólympíuleikunum var 100 metra skriðsund kvenna. Britta Steffen frá Þýskalandi bar þar sigur úr býtum á 53,12 sekúndum sem er Ólympíumet.

Phelps tók sjötta gull sitt í 200 metra fjórsundi

Michael Phelps vann til sinna sjöttu gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking þegar hann vann sigur í 200 metra fjórsundi. Phelps kom í mark á 1:54,23 og er það víst 21. heimsmetið sem sett er á leikunum.

Williams-systurnar báðar úr leik

Systurnar Serena og Venus Williams féllu báðar úr leik í átta liða úrslitum í einliðaleiknum í tennis á Ólympíuleikunum.

Fyrsta gull Mongólíu

Mongólía hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum þökk sé júdókappanum Tuvshinbayar Naidan sem vann í -100 kg flokknum. Þetta er fyrsta Ólympíugull í sögu landsins.

Bandaríkin tóku gull og silfur

Bandaríkjamaðurinn Ryan Lochte setti í nótt heimsmet í 200 metra baksundi karla. Hann synti á 1:53,94 mínútu í úrslitasundinu og tók því gullverðlaunin.

Bolt, Powell og Gay áfram án þess að svitna

Frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna er farin af stað. Að vanda er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir úrslitum í 100 metra hlaupi karla. Fyrsta umferðin fór fram í nótt og voru engin óvænt úrslit.

Soni vann á nýju heimsmeti

Bandaríska sundkonan Rebecca Soni vann sigur í hörkuskemmtilegu úrslitasundi í 200 metra bringusundi kvenna. Hún synti á 2:20,22 mínútum sem er nýtt heimsmet.

Hull keypti Gardner

Hull hefur staðfest að félagið sé búið að kaupa varnarmanninn Anthony Gardner frá Tottenham á 2,5 milljónir punda. Þessi 27 ára miðvörður kom upphaflega til Hull á lánssamningi.

Baptista til Roma

Julio Baptista hefur samið við ítalska liðið Roma. Þessi brasilíski landsliðsmaður kemur frá Real Madrid en hann hefur verið á óskalista Rómverja í talsvert langan tíma.

Man City tapaði heima fyrir Midtjylland

Óvæntustu úrslit kvöldsins í UEFA bikarnum voru án vafa tap Manchester City á heimavelli gegn danska liðinu Midtjylland 0-1. Danska liðið tók forystuna eftir fimmtán mínútna leik eftir mistök Richard Dunne.

Matthías: Tryggvi er meistari í þessu

Matthías Guðmundsson skoraði eina mark FH gegn Aston Villa í kvöld. „Við spiluðum ágætlega í þessum leik og hefðum átt að skora fleiri mörk að mínu mati. En þeir eru gott lið og refsa auðvitað," sagði Matthías eftir leik.

O'Neill: Barry vildi spila

Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld.

Capello á Laugardalsvelli

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er á meðal gesta á leik FH og Aston Villa í Evrópukepni félagsliða á Laugardalsvelli.

Barry í byrjunarliðinu

Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja.

Mo Williams til Cleveland

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hafa fengið til liðs við sig nýjan leikstjórnanda eftir að þrjú félög í deildinni skiptu á leikmönnum í gær.

Garðar til reynslu í Búlgaríu

Framherjinn Garðar Gunnlaugsson hjá IFK Norrköping í Svíþjóð er farinn til Búlgaríu þar sem hann verður á reynslu hjá liði CSKA Sofia næstu daga. Þetta kom fram í sænskum fjölmiðlum í dag og var staðfest á heimasíðu sænska félagsins.

Ramos vill enn halda Berbatov

Enn er ekki orðið ljóst hvort búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov muni spila með liði Tottenham þegar enska úrvalsdeildin hefst um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir