Sport

Soni vann á nýju heimsmeti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Soni tók gullverðlaun í 200 metra bringusundi kvenna.
Soni tók gullverðlaun í 200 metra bringusundi kvenna.

Bandaríska sundkonan Rebecca Soni vann sigur í hörkuskemmtilegu úrslitasundi í 200 metra bringusundi kvenna. Hún synti á 2:20,22 mínútum sem er nýtt heimsmet.

Leisel Jones frá Ástralíu varð í öðru sæti en í því þriðja var Sara Nordenstam frá Noregi sem setti nýtt Evrópumet. Hreint frábær árangur hjá henni en hún synti á tímanum 2:23,02 mínútum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×