Sport

Steffen vann í 100 metra skriðsundi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Britta Steffen.
Britta Steffen.

Síðasta úrslitasund næturinnar á Ólympíuleikunum var 100 metra skriðsund kvenna. Britta Steffen frá Þýskalandi bar þar sigur úr býtum á 53,12 sekúndum sem er Ólympíumet.

Lisbeth Trickett frá Ástralíu varð rétt á eftir Steffen og hlaut silfurverðlaun. Í þriðja sæti hafnaði Natalie Coughlin frá Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×