Sport

Bolt, Powell og Gay áfram án þess að svitna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Usain Bolt komst auðveldlega áfram.
Usain Bolt komst auðveldlega áfram.

Frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna er farin af stað. Að vanda er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir úrslitum í 100 metra hlaupi karla. Fyrsta umferðin fór fram í nótt og voru engin óvænt úrslit.

Usain Bolt og Asafa Powell frá Jamaíka og Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay komust allir auðveldlega upp úr sínum riðlum.

Bolt skokkaði undir lokin í sínum riðli en kom í mark á 10,20 sekúndum. Powell hljóp á 10,16 sekúndum og í fimmta riðli kom Gay í mark á 10,22 sekúndum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×