Sport

Þórmóður Árni vann eina glímu á ÓL

Þormóður í glímu sinni við Íranann í morgun.
Þormóður í glímu sinni við Íranann í morgun. MYND/Vilhelm

Þormóður Árni Jónsson júdókappi er úr leik á Ólympíuleikunum í Peking eftir tap fyrir Írana í 32 manna úrslitum í +100 kílógramma flokki í morgun.

Fyrr í nótt hafði hann lagt andstæðing frá Púertó Ríkó og tryggt sér sæti í 32 manna úrslitum. Þormóður hefði getað fengið uppreisnarglímu ef Íraninn hefði unnið næsta andstæðing sinn en af því varð ekki.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×