Sport

Þormóður: Stillti mér upp og skellti mér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórmóður var ekki fjarri því að leggja Íranann.
Þórmóður var ekki fjarri því að leggja Íranann. MYND/Vilhelm

Þormóður Árni Jónsson er úr leik í júdókeppni Ólympíuleikanna eftir tap gegn Írananum Mohammad Reza Rodaki. Þormóður hefði fengið uppreisnarglímu hefði Rodaki lagt Georgíumanninn Lasha Gujejiani. Af því varð ekki því Gejejiani vann Rodaki á yuko.

Þormóður var ekki fjarri því að leggja Íranann stóra. Leiddi 1-0 þegar 48 sekúndur voru eftir af glímunni. Þá náði Íraninn góðu taki á Þormóði og skellti honum á ippon og vann fullnaðarsigur.

„Þetta var ekkert óhugnalegt fyrr en ég fór að þreytast. Þar sem ég er 20 til 30 kílóum léttari en hann verð ég að hreyfa mig. Um leið og tempóið datt niður og ég gat ekki losað þá stillti hann mér upp og skellti mér," sagði Þormóður Árni skömmu eftir glímuna en hann var ekki fjarri því að skell Rodaki um miðja glímuna.

„Flestir hefðu steinlegið við þetta bragð en þetta eru Ólympíuleikarnir og menn sterkari hér en á mörgum öðrum mótum."





Þormóður glímir við andstæðing sinn frá Puerto Rico.MYND/Vilhelm
Bjarni Friðriksson hvetur Þormóð áfram.MYND/Vilhelm
Glíman við Íranann.MYND/Vilhelm
Þormóður mætir ofjarli sínum frá Íran.MYND/Vilhelm
Íraninn hafði betur.MYND/Vilhelm
Þormóður svekktur í leikslok.MYND/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×