Sport

Vann Ólympíugull eins og pabbi

Elvar Geir Magnússon skrifar

Nastia Liukin frá Bandaríkjunum vann sigur í fjölþraut kvenna í fimleikum. Hún fetaði þar með í fótspor föður síns, Valeri Liukin, sem vann gull fyrir Sovetríkin á leikunum 1988.

Valeri er nú þjálfari Nastiu sem hlaut samtals 63.325 stig í nótt. Hún var naumlega á undan vinkonu sinni Shawn Johnson sem einnig keppir fyrir Bandaríkin. Yang Yilin frá Kína hlaut bronsverðlaunin.

Á myndinni má sjá stelpurnar stoltar með verðlaunapeningana sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×