Sport

Jankovic úr leik í einliðaleiknum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jelena Jankovic var skiljanlega ansi súr eftir tapið í dag.
Jelena Jankovic var skiljanlega ansi súr eftir tapið í dag.

Jelena Jankovic frá Serbíu féll í dag úr leik í einliðaleik kvenna í tennis. Dinara Safina frá Rússlandi vann sigur á Jankovic í átta manna úrslitum en Jankovic er efst á heimslistanum í kvennaflokki.

Þetta er fyrsta mótið sem Jankovic tekur þátt í síðan hún komst á topp heimslistans. Safina mun mæta Li Na frá Kína í undanúrslitum.

Í tvíliðaleik kvenna unnu systurnar Venus og Serena Williams sigur á Ayumo Morita og Ai Sugiyama og komust í undanúrslit. Williams-systurnar féllu báðar úr leik í einliðaleiknum í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×