Sport

Ragnheiður: Mjög ánægð með metið - Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
"Mér líður bara vel og er mjög ánægð með þetta. Það var smá klikk í byrjunartakinu, ég var svolítið djúp en ég keyrði síðan bara á þetta alla leið á bakkann," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir skömmu eftir að hún hafði sett glæsilegt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi.

Gamla metið átti hún sjálf en það var 25,95 sekúndur en Ragnheiður synti á 25,82 sekúndum í gær. Það dugði henni í 36. sæti af 90 keppendum.

"Ég á samt helling inni og veit það nú þar sem það var smá klikk hjá mér. Þetta er svo stutt sund að það má ekkert klikka. Ef, og þegar, ég næ 100 prósent sundi þá verður betri tími."





Ragnheiður mætir til leiks í 50 metra skriðsundiðVilhelm
Ragnheiður gerir sig kláraVilhelm
Ragnheiður gerir klárt fyrir ræsinguVilhelm
Ragnheiður kemur í mark á ÍslandsmetiVilhelm
Ragnheiður kom í mark á 25,82 sekúndum - nýju ÍslandsmetiVilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×